Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Blaðsíða 63
Úr sjóði
minninganna
Eftir
Finn
Daníelsson
Frá kappróorinum, er var a
fyrsta Sjómannadaginn, sem
haldinn var á Akureyri, sunnu-
daginn 4. júní 1939. Saman réru
og kepptu þessar skipshafnir af
Jarlinum og Hjalteyrinni — Ólaf
og Rúnu, og bátshafnir frá Sjó-
mannafélaginu og Vélstjórafélag-
inu á Akureyri. Úrslit urðu þau,
að skipshöfnin af Jarlinum vann,
tíminn var 4 mín. 59,5 sek. Róið
var frá Höfnersbryggju að merki á
Torfunesbryggju.
Meðfylgjandi mynd er af skip-
verjum á Jarlinum. Sitjandi frá
vinstri Jón Gestsson-----Guð-
varður Vilmundarson. Standandi
frá vinstri Finnur Daníelsson,
Þórhallur Einarsson og Hafsteinn
Sigurðsson. Stýrimaður var Þór-
hallur Einarsson. Bikarinn á
borðinu var skorinn út af Geir
Þormar, myndskera. Mikið lista-
verk. Myndin er tekin á ljós-
myndastofu Hallgríms Einars-
sonar á Akureyri. Eftir útihá-
tíðarhöldin var um kvöldið hald-
inn dansleikur í Samkomuhúsinu.
Úr sjóði minninganna, sem
gerðist eftir dansleikinn, er það að
við Friðfinnur Ámason, vél-
smiður á Akureyri drógum mann
upp úr sjónum, er var á milli skips
og bryggju. Forsaga þess er sú, að
ég var að fara um borð í Jarlinn
eftir dansleikinn, sem ég er kom-
inn að síðunni á honum, þá heyri
ég samtal eða eintal, en þetta var
dálítið ógreinilegt, mér fannst eins
og þetta væri um borð í Hjalteyr-
inni, hún lá við hausinn á
Höfnesbryggju.
Ég sá engan mann en fannst
þetta eitthvað skrýtið og fór út á
bryggjubrún, þar sem Hjalteyrin
lá, sé þá mann í sjónum á milli
skips og bryggju, hann hélt sér í
bryggjuna og segir um leið er
hann sér mig, „vissi að það mundi
einhver koma.“ Snara mérúr jakk-
anum og segi við manninn að ég
ætli að reyna að lyfta honum það
upp úr sjó, að hann nái í
bryggjubrúnina. Ég þurfti að stíga
í gúmmíhring, er var utan á síð-
unni á bátnum og styðja mig við
bryggjuna, sem ég er kominn í
þessar stellingar og er að lyfta
manninum upp, þá færðist bátur-
inn frá, ég missti jafnvægið, datt í
sjóinn, greip um leið í gúmmí-
hringinn og náði manninum upp
úr sjó, segi honum að halda sér í
hringinn, sem hann gerði og ég
ætli að sækja hjálp, til að ná hon-
um upp. Maðurinn var stór og
þungur, eitthvað af honum dreg-
ið, en hann var rólegur.
Ég synti að fleka er var aftan við
bátinn, reif mig upp á hann og fór
um borð í Jarlinn, niður í káetu,
þar svaf Friðfinnur, ræsti hann,
sem kom eins og hann var klædd-
ur. Við þurftum að slá bandi á
manninn til að ná honum um borð
í Hjalteyri, og síðan að drösla
honum niður í lúkar á Hjalteyr-
inni. Við allt þetta brambolt
vöknuðu skipsfélagar mannsins
og tóku við honum, færðu hann úr
fötum og í þurr nærföt. Gáfu
honum eitthvað sterkt að drekka,
drifu hann í koju. Hann hresstist
furðu fljótt og var all málglaður.
Matsveinninn var Guðmundur
Angantýsson „Lási“, hann segir
um leið er við Friðfinnur erum að
fara upp- Jesús-Kristur-Guðsson
hjálpi mér, ef maðurinn hefði nú
dáið, og ég sofandi.
Eigi vissum við til að mann-
inum yrði neitt meint af þessu
volki.
Þennan dag bauð Lási okkur
Friðfinni að borða, en það var nú
eitthvað lítið eftir, þá segir Lási:
Ég er vanur því að borða alltaf
fyrst, þá hlógu allir viðstaddir.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 57