Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Síða 63

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Síða 63
Úr sjóði minninganna Eftir Finn Daníelsson Frá kappróorinum, er var a fyrsta Sjómannadaginn, sem haldinn var á Akureyri, sunnu- daginn 4. júní 1939. Saman réru og kepptu þessar skipshafnir af Jarlinum og Hjalteyrinni — Ólaf og Rúnu, og bátshafnir frá Sjó- mannafélaginu og Vélstjórafélag- inu á Akureyri. Úrslit urðu þau, að skipshöfnin af Jarlinum vann, tíminn var 4 mín. 59,5 sek. Róið var frá Höfnersbryggju að merki á Torfunesbryggju. Meðfylgjandi mynd er af skip- verjum á Jarlinum. Sitjandi frá vinstri Jón Gestsson-----Guð- varður Vilmundarson. Standandi frá vinstri Finnur Daníelsson, Þórhallur Einarsson og Hafsteinn Sigurðsson. Stýrimaður var Þór- hallur Einarsson. Bikarinn á borðinu var skorinn út af Geir Þormar, myndskera. Mikið lista- verk. Myndin er tekin á ljós- myndastofu Hallgríms Einars- sonar á Akureyri. Eftir útihá- tíðarhöldin var um kvöldið hald- inn dansleikur í Samkomuhúsinu. Úr sjóði minninganna, sem gerðist eftir dansleikinn, er það að við Friðfinnur Ámason, vél- smiður á Akureyri drógum mann upp úr sjónum, er var á milli skips og bryggju. Forsaga þess er sú, að ég var að fara um borð í Jarlinn eftir dansleikinn, sem ég er kom- inn að síðunni á honum, þá heyri ég samtal eða eintal, en þetta var dálítið ógreinilegt, mér fannst eins og þetta væri um borð í Hjalteyr- inni, hún lá við hausinn á Höfnesbryggju. Ég sá engan mann en fannst þetta eitthvað skrýtið og fór út á bryggjubrún, þar sem Hjalteyrin lá, sé þá mann í sjónum á milli skips og bryggju, hann hélt sér í bryggjuna og segir um leið er hann sér mig, „vissi að það mundi einhver koma.“ Snara mérúr jakk- anum og segi við manninn að ég ætli að reyna að lyfta honum það upp úr sjó, að hann nái í bryggjubrúnina. Ég þurfti að stíga í gúmmíhring, er var utan á síð- unni á bátnum og styðja mig við bryggjuna, sem ég er kominn í þessar stellingar og er að lyfta manninum upp, þá færðist bátur- inn frá, ég missti jafnvægið, datt í sjóinn, greip um leið í gúmmí- hringinn og náði manninum upp úr sjó, segi honum að halda sér í hringinn, sem hann gerði og ég ætli að sækja hjálp, til að ná hon- um upp. Maðurinn var stór og þungur, eitthvað af honum dreg- ið, en hann var rólegur. Ég synti að fleka er var aftan við bátinn, reif mig upp á hann og fór um borð í Jarlinn, niður í káetu, þar svaf Friðfinnur, ræsti hann, sem kom eins og hann var klædd- ur. Við þurftum að slá bandi á manninn til að ná honum um borð í Hjalteyri, og síðan að drösla honum niður í lúkar á Hjalteyr- inni. Við allt þetta brambolt vöknuðu skipsfélagar mannsins og tóku við honum, færðu hann úr fötum og í þurr nærföt. Gáfu honum eitthvað sterkt að drekka, drifu hann í koju. Hann hresstist furðu fljótt og var all málglaður. Matsveinninn var Guðmundur Angantýsson „Lási“, hann segir um leið er við Friðfinnur erum að fara upp- Jesús-Kristur-Guðsson hjálpi mér, ef maðurinn hefði nú dáið, og ég sofandi. Eigi vissum við til að mann- inum yrði neitt meint af þessu volki. Þennan dag bauð Lási okkur Friðfinni að borða, en það var nú eitthvað lítið eftir, þá segir Lási: Ég er vanur því að borða alltaf fyrst, þá hlógu allir viðstaddir. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 57
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.