Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Blaðsíða 36

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Blaðsíða 36
Matti' Leó, Óskar og Sigurjón, sitjandi á borðstokknum á Leó „litla" á hlaðinu hjá Óskari. net löngu fyrir fermingu," sagði Óskar þegar við ræddum áfram við strákana. „Það var oft fjör í Leókrónni, skorið af á loftinu og slegist jöfnum höndum. Stundum stóð það tæpt, eins og þegar Matti sló Sigmar Þór með síldarkassafjöl niður um lúgu á loftinu, en sem betur fór voru netadræsur undir. Það var gaman að fylgjast með strákunum, þeir voru svo fullir áhuga. Þegar loðnan kom var kjall- aranum hér heima breytt í kró, það var beitt í þvottahúsinu því pollarnir vildu allir taka þátt í atinu og Sigmar var alltaf með.“ Ég spurði Óskar um það hvenær kappið hefði farið að koma frarn hjá strákunum? „Það kom fljótt fram, ætli Sigurjón hafi ekki verið 12—13 ára þegar hann fór að toga á móti mér við Rófuna og austur við Holtshraun, þá voru við 4—5 á með humarleyfi, en veiddum kola. Hann stóð sigvel í þessu. festi einu sinni ísmánagg og ræsti mig þegar alll var orðið fast. Mér líkar vel að sækja fast, hef alltaf verið þannig í því sem ég hef snúið mér að og sumum hefur þótt ég heldur harðfylg- inn. Það finnst mér hinsvegar ekki. En oft hefur það hjálpað í þessum bransa að maður er léttlyndur og það er líka vissara ef maður hefur gengið of langt. Kelling- unum þótti oft gaman að hlusta á okkur í talstöðinni í gamla daga, þá var útvarp í hverju eldhúsi og maður talaði oft létt til þess að gleðja þessar elskur." „Hvað um samskiptin við aðra skip- stjóra?" „Mér hefur þótt mjög gott að lynda við flesta aðra skipstjóra, en fékk hins vegar gæsahúð af að koma nálægt sumum þeirra, sérstaklega þeim sem voru alltaf á eftir þeim sem fiskuðu, fylgdu í kjölfarið, ég átti vont með að þola það. Einn maður skar sig þó úr öllum hópnum, Binni í Gröf. Hann var alveg sérstakur maður, svo góður og hjálpsamur við alla stráka sem voru að byrja, hann var aldrei að ljúga neitt en fór algjörlega sínar eigin leiðir. Þetta var harður skóli þegar maður var að byrja. Það átti að taka mann í gegn og Sigurjón Óskarsson. maður þótti afglapi og vitleysingur, en ég var fljótur að venja þá af slíkum tilþrifum þótt þeir væru hátt skrifaðir. Þeir sem gáfu tóninn voru altaf hræddir við mig eftir að ég fór að sulla í þeim. Oft varð þetta hei- lagt stríð, enda mikil barátta. En flestir þessara kalla voru miklirmyndarkallarog maður verður að reikna með að baráttan sé hörð, þeir hörðustu skara alltaf fram úr. Gengið á hlut annara? Jú ætli það ekki, víst hefur maður oft gengið á annara hlut, í góðu eða illu. Árið 1977 voru Gísli bróðir á Elliðaey og Frissi á Gullborgu að rífast í stöðina. Þeir voru að leggja hlið við hlið og þótti þröngt en ég lagði á milli þeirra til þess að stríða þeim. Æsingurinn var svo mikill í þeini að þeir veittu því ekki athygli, fyrr en þeir köstuðu báðir jafnt út seinni bauj- unni.“ „Hver fjandinn“, sagði ég þá í stöðina, „voruð þið að leggja.“ Frissi varð mikið vondur en Gísli hló, þekkti mig betur. Þetta var oft feiknalega skemmti- legur tími á sjónum, Árni, þótt oft hafi verið erfitt." „Staðan í útgerðinni í dag?“ spyr ég. „Hún er nákvæmlega engin. Ef maðurá þelta skuldlaus og er í toppnum þá getur staðið slétt, þetta er sannleikur og enginn áróóur. Fiskverkunin hefur um árabil verið slæm, en var góð í fyrra og ég vona að hún slampist í ár. Það fer rnikið eftir því hvernig staðið er að þessu í landi, en það virðist eins og þetta þjóðfélag sé sífellt að fæða fleiri munna án þess að nokkuð hagkvæmt starf komi frá þeim í staðinn.“ „Eru bátakaup í aðsigi?“ „Maður er alltaf að spekúlera í báta- kaupum, sú baktería er í mér. Við hyggj- umst kaupa í staðinn fyrir Leó sem fórst 1978 og það styttist í það að við bætum það upp. það þarf að halda þessu við.“ „Hef þá trú að einhver góður leiði mann“ „Það stóð aldrei neitt annað til en að ég færi til sjós, ég mátti varla vera að því að klára gagnfræðaskólann,“ sagði Sigurjón Óskarsson," þetta leiddi eiginlega hvað af öðru, snöflið í kring um þetta, afskurður af netum og felling neta með gagnfræða- skólanum og svo var gripið í að beita þegar línan var. Þetta var annar skóli jöfnum höndum.“ „Og svo var að læra á rniðin." „Þetta kom með áhuganum, maður fylgdist með kallinum í túrum. fékk bleyðurnar hans en tók svo allt aðra stefnu, austur í bugt, það hefur verið mitt svæði, en kallinn var mest hérna heima við, vestan við Eyjar og á Selvogsbanka- svæðinu, á Sannleiksstöðum út af Þor- lákshöfn og víðar.“ 30 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.