Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Blaðsíða 49

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Blaðsíða 49
segja frá öllu er skeði um borð í Kötlu. Ef til vill eru þó stríðsárin eftirminnilegust, því þá var skuggi yfir höfunum, og maður fór enga ferð án þess að skipin væru skotin niður allt í kringum mann, liggur manni við að segja. Það er nú búið að segja svo margt frá siglingunum í stríðinu, að það er nú raunar ekki á það bætandi. Katla var aðallega í ferðum milli íslands og Kanada, eða Halifax, og það kom einnig fyrir, að farið var til New York, og einn túr fór ég með hana niður til Portúgals og Spánar, en ég var skipstjóri þá. Mig minnir það hafa verið árið 1943, en við fórum þangað með saltfisk. Ég held að það hafi verið eini túrinn, sem farinn var þangað. Þetta var dálítið einkennileg ferð. Við lestuðum hér heima, en saltfiskverkun, sem verið hafði aðalverkun á fiski hér heima, var þá að leggjast af, því stríðið setti strik í þann reikning. Við sigldum í convoy, sem kall- að var, eða í vemdaðri skipalest héðan til Skotlands og síðan í annarri þaðan. Það var „heitur túr“ eins og menn nefndu það, því yfir hættulegustu svæðin var að fara. Kafbátamir biðu þar skip- anna og sendu þeim tundurskeyt- in, því kafbátahemaðurinn var m.a., eða fyrst og fremst til þess að hindra birgðaflutninga frá Bandaríkjunum til Evrópu. Þama voru bæði þýskar flugvélar og kafbátar og allt í logandi báli. Mér er það minnisstætt að við vorum í vitlausu veðri enda að vetrarlagi og komnir niður undir Cape Roca, sem er vestur af Lissabon, en áttum að fara til Oporto í Portúgal. Þá var mér sagt, að við ættum að fara til Gíbraltar og taka con- voy frá Gíbraltar til Oporto, sem var nú ekki nein smá aukaleið. Ég bað loftskeytamanninn að Þórdís Bogadóttir, móðir Boga. senda með merkjum til commo- dorsins, sem stjómaði skipalest- inni, að við værum orðnir vatns- lausir, hálf kolalausir og búnir að missa annan lífbátinn. Og það varð úr að korvetta var send með okkur um nóttina, ásamt þrem öðrum skipum upp að landinu og þaðan læddumst við síðan ein- skipa, hálfa mílu frá landi og náðum til Oporto, þar sem hluti farmsins var losaður. Þegar búið var að losa í Oporto, vaí siglt til Lissabon og losað þar og síðan var haldið til Huelva á Spáni og losað út. Eftir það var haldið til Gíbralt- ar, og mér er það nú ekki alveg ljóst, hvernig við sluppum þangað án skaða. Þar biðum við síðan skipalestar, sem við fylgdum til Skotlands á ný. Ég veit, að þeir sem þekktu þessa tíma, vita, hvers konar glæfraferð þetta var, en við vorum víst undir einhverri heillastjörnu og allt fór vel. Katla seld — Vatnajökull keyptur Stríðið hélt áfram með sínum hörmungum, en svo linnti þessu nú og árið 1945 var Katla seld Eimskipafélagi íslands hf. og hlaut þá nafnið Reykjafoss. Þá kom ný skipshöfn og ég var svona í millibilsástandi um skeið. Ég hafði verið I. stýrimaður á Kötlu og skipstjóri um það bil 15 mánuði, þannig að ég hafði orðið nokkra sjómannsreynslu. Næstu tvö árin var ég síðan í ýmsum störfum. Vann við hús- byggingar, eða trésmíði, leysti af á skipum og fór sem leiðsögumaður á ströndina með erlendum leigu- skipum. Þetta var óvissutíð. Ný skip voru keypt í staðinn fyrir gömul og 1. maí árið 1947 var ég Langjökull. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.