Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Blaðsíða 10
Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir:
Kvedja til sjómanna
Djúp virðing og vinátta til þeirra er sjó-
inn sœkja er ríkur þáttur í hugum íslend-
inga. Einatt erog verður sjórinn nátengdur
lífi allra landsmanna, hvort sem þeir sigla
um úfinn sjá eða starfa í landi. Okkur
varðar öl/u að gíftusamlega Ijúki hverri
sókn.
A œskuárum mínum var ég til jafns tíð-
ur gestur á sléttum túnum í sveit og í fjör-
unni í vesturbœnum í Reykjavík. Ur fjör-
unni, sem heillaði okkur ungviðið á nœsta
leiti við Selsvörina, á ég ríkar bernsku-
minningar. Við börn vaxandi velmegunar
vorum ekkert sérstaklega að hugsa um
hvað vœri hinum megin við hafið, eins og
átthagafjötruð kynslóðin á undan okkur.
Við vorum bara að hugsa út á sjó. í flœð-
armálinu eltum við spýtur, sem voru þykj-
ast kútterar og togarar og skírðum eftir
hetjum fortíðarinnar eins og alvöru út-
gerðarfélög.
í þessari fjöru fleyttum við kerlingar
með lábörðum smávölum, óðum í dirfsku á
móti aðfallinu þar til flaut yfir stígvélin,
undum sokkana og börðum þá þurra á
klöppunum til að leyna mœður okkar því
að við hefðum verið að stunda œvintýra-
mennsku sem þeim myndi ekki líka.
Síðar á lífsleiðinni átti það fyrir mér að
liggja að dvelja í huganum heilan vetur,
rýnandi í skýrslur og frásagnir, með
frönskum sjómönnum, sem sóttu sér lífs-
björgina eins og við sjálf á íslandsmið. Þá
varð ég ósjálfrátt þátttakandi íþví að veiða
þorsk og verka, standa andspœnis óveðr-
8 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
um og sjávarháska og horfa á eftir starfs-
félögum og vinum í djúpið. Þessu til skýr-
ingar skal þess getið að veturinn 1971
dvaldi ég í París þeirra erinda að kanna í
skjalasöfnum heimildir um franska útgerð
til íslands á síðari hluta aldarinnar sem
leið og kynntist þannig lífskjörum og
verkum sjómanna við erfiðar aðstœður á
frumstœðum skipum. Síðan hef ég safnað
öllu sem ég hef komistyfir um það efni.
Því er ég nú orðin svo „sjóuð“— og enn
kann ég að fleyta kerlingar — að heyri ég
nefnt skip á miðum þykist ég fullfœr um að
stökkva um borð í anda og taka þátt í
verkum. Ég hygg þó að sjómennirnir mínir
af sinni alkunnu drenglund og virðingu
fyrir okkur kvenfólki, sem þeir treysta fyrir
skútunni í landi, börnum og búsýslu á
meðan þeir eru fjarri, myndu ekki setja
mig í verkin þar sem mikla þrekburði þarf
til. En þar sem reynir á þor skal ég einatt
vera með. Öðru vísi kœmumst við ekki af
saman.
Hafið hefur tekið stœrstu tollana af
okkur íslendingum — en það hefur líka
gefið okkur meira en nokkur hlunninda-
jörð. Ég óska fararheilla og fiskisœldar
öllum þeim, sem ýta úr vör á íslandi.