Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Page 10

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Page 10
Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir: Kvedja til sjómanna Djúp virðing og vinátta til þeirra er sjó- inn sœkja er ríkur þáttur í hugum íslend- inga. Einatt erog verður sjórinn nátengdur lífi allra landsmanna, hvort sem þeir sigla um úfinn sjá eða starfa í landi. Okkur varðar öl/u að gíftusamlega Ijúki hverri sókn. A œskuárum mínum var ég til jafns tíð- ur gestur á sléttum túnum í sveit og í fjör- unni í vesturbœnum í Reykjavík. Ur fjör- unni, sem heillaði okkur ungviðið á nœsta leiti við Selsvörina, á ég ríkar bernsku- minningar. Við börn vaxandi velmegunar vorum ekkert sérstaklega að hugsa um hvað vœri hinum megin við hafið, eins og átthagafjötruð kynslóðin á undan okkur. Við vorum bara að hugsa út á sjó. í flœð- armálinu eltum við spýtur, sem voru þykj- ast kútterar og togarar og skírðum eftir hetjum fortíðarinnar eins og alvöru út- gerðarfélög. í þessari fjöru fleyttum við kerlingar með lábörðum smávölum, óðum í dirfsku á móti aðfallinu þar til flaut yfir stígvélin, undum sokkana og börðum þá þurra á klöppunum til að leyna mœður okkar því að við hefðum verið að stunda œvintýra- mennsku sem þeim myndi ekki líka. Síðar á lífsleiðinni átti það fyrir mér að liggja að dvelja í huganum heilan vetur, rýnandi í skýrslur og frásagnir, með frönskum sjómönnum, sem sóttu sér lífs- björgina eins og við sjálf á íslandsmið. Þá varð ég ósjálfrátt þátttakandi íþví að veiða þorsk og verka, standa andspœnis óveðr- 8 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ um og sjávarháska og horfa á eftir starfs- félögum og vinum í djúpið. Þessu til skýr- ingar skal þess getið að veturinn 1971 dvaldi ég í París þeirra erinda að kanna í skjalasöfnum heimildir um franska útgerð til íslands á síðari hluta aldarinnar sem leið og kynntist þannig lífskjörum og verkum sjómanna við erfiðar aðstœður á frumstœðum skipum. Síðan hef ég safnað öllu sem ég hef komistyfir um það efni. Því er ég nú orðin svo „sjóuð“— og enn kann ég að fleyta kerlingar — að heyri ég nefnt skip á miðum þykist ég fullfœr um að stökkva um borð í anda og taka þátt í verkum. Ég hygg þó að sjómennirnir mínir af sinni alkunnu drenglund og virðingu fyrir okkur kvenfólki, sem þeir treysta fyrir skútunni í landi, börnum og búsýslu á meðan þeir eru fjarri, myndu ekki setja mig í verkin þar sem mikla þrekburði þarf til. En þar sem reynir á þor skal ég einatt vera með. Öðru vísi kœmumst við ekki af saman. Hafið hefur tekið stœrstu tollana af okkur íslendingum — en það hefur líka gefið okkur meira en nokkur hlunninda- jörð. Ég óska fararheilla og fiskisœldar öllum þeim, sem ýta úr vör á íslandi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.