Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Qupperneq 56

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Qupperneq 56
var líka verið að bæta fjarskiptakost skipanna og fékk ég fyrst stöðu sem loftskeytamaður á Lagarfossi þegar í júní 1941 — eða í sama mánuði og ég útskrifaðist. A Lagarfossi sigldi ég í rúmt ár, en var svo heima árið á eftir hjá foreldrum mínum nyrðra. En síðla árs 1943 réði ég mig á Goðafoss og á honum sigldi ég þar til yfir lauk í nóvember 1944. Loftskeytabúnaðurinn á farskipunum í þá daga þætti ekki merkilegur á þeirri fjarskiptaöld sem við nú lifum. Þannig var um borð í gamla Lagarfossi svokölluð neistastöð, en hún var undanfari lampatækjanna, því þá voru ekki komnir lampar í sendistöðvarnar. Hins vegar var kominn um borð hæst- móðins móttakari. Náðist miklu fleira með honum en með eldri tækjunum og á langbylgju mátti við góð skilyrði ná útvarpinu í Reykjavík á Nýfundna- landsbönkum, en við sigldum einkum til Vesturheims. Öðru máli gegndi um senditækin, en þau var bannað að nota og það þótti mönnum nokkuð hart. Sérstakar neyðartalstöðvar voru settar í skipin aukalega og voru þær jafnan stilltar á neyðarbylgjuna 2182, sem í þá daga var kölluð „182 metrarnir“ en er sama bylgjan. Senditækin voru prófuð í höfnum á tilteknum tímum sem her- naðaryfirvöld ákváðu, til þess að tryg- gja að þau væru í lagi og færi gæfist á að lagfæra hvaðeina sem vera kynni að. En svo voru tækin innsigluð og ekki hreyfð frekar. Ég minnist þess að í eitt skipti rufum við innsiglið. Stóð svo á að við á Goðafossi þurftum að svipast um eftir bátum sem saknað var frá Vestmannaeyjum. Leyfðu fylgdar- skipin okkur að taka þátt í leitinni og rufum við þá innsiglið til þess að fá nauðsynlegar upplýsingar og ræða við Vestmannaeyjaradíó. Þá er þess að geta að við höfðum meðferðis senditæki til að nota um borð í björgunarbátum eða á flekum. En þessi tæki varð að taka með sér um Sögumaður okkar sem ungur lofiskeyta- maður á Goðafossi. borð í bátinn eða flekann og voru þau ómeðfærileg því þau þurftu þunga rafgeyma. Voru geymarnir geymdir í kassa við bátadekkið og ef illa færi átti að rogast með þá um borð í fleka eða bát. Voru þetta morsestöðvar og þótt flestir hefðu kannske getað sent út SOS, þá þurfti kunnáttu til að gangsetja þetta og stilla og loftnetið átti að reisa upp við mastur eða senda upp í flugdreka. Sem betur fer þurftu íslensku áhafnirnar aldrei á þessu að halda svo ég viti til, enda útilokað að koma öllu þessu heim og saman að mínu áliti. Við þessar aðstæður verður það skiljanlegt að í skipalestunum fóru öll viðskipti skipanna fram á ljósamorsi.“ í skipalest til New York „I fyrstu ferðunum sem ég fór með Lagarfossi sigldu skip Eimskip enn einskipa og lá leiðin til Halifax í Nova Scotia. Sigldum við beint í vestur og meðfram Grænlandsströnd og þá til Labrador, um Belle Isle-sund og þaðan til Nova Scotia. Því var það að er við komum úr ferðinni kom fyrirspurn fra hernum um það hvað við hefðutn verið að gera við Grænland, en þar hafði eftirlitsskip úr bandaríska flotanum orðið okkar vart. Við gáfuifl auðvitað þær skýringar að við siglduU1 þar sem styst var í milli landa og haett' an af kafbátum minnst. Var það látið gott heita. Seint á árinu 1941 tóku skipin hins vegar að sigla í litlum skipalestum fra íslandi til Skotlands og frá Skotlandi1 stærri skipalestum til Bandaríkjanna- Á leiðinni skiptust skipalestirnar 1 tvennt eftir því hvort leiðin lá r^ Kanada eða til Bandaríkjanna, en uU> þetta leyti tóku viðskipti okkar við Bandaríkin mjög að aukast. minnir að þegar í annarri ferð minni a Lagarfossi höfum við siglt til Ne"' York. Þegar við komum til þessarar stórfeng' legu borgar man ég að skipstjórinU spurði okkur tvo þá yngstu um borð> en ég var þá ekki orðinn tvítugur> hvort við ætluðum nokkuð upp a^ skemmta okkur? Við kváðum svo ekk1 vera og sagði Sigurður Gíslason skip' stjóri þá: „Strákar mínir, þið skulu^ bara koma með mér. Ég skal koma með ykkur og sýna ykkur borgina- Þetta gerði hann, náði í leigubíl og ók með okkur upp á Times Square. Þaf stigum við út og er mér ógleymanleg1 hve stórkostlegt það var að koma fullupplýstrar stórborgar, því Banda' ríkjamenn voru þá enn ekki komnit1 stríðið. Þarna blöstu við allar þessar stóru og litfögru auglýsingar og er ekk1 hægt að líkja því við annað en a^ okkur fannst við komnir í annafl heim. Síðar sóttum við oft veitingastað seU> hét „Iceland“ og hafði verið kornió upp meðan stóð á heimssýningunn* 1939. Þar hittust margir íslendingar’ bæði þeir sem af ýmsum ástæðun1 dvöldu í stórborginni og svo við N1' mennirnir. Þá var ógleymanlegt þegar okkur var boðið að skoða RCA' 56 SJÓMANNADAGSBLAgjÉ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.