Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 99

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 99
°§ var of hissa til þess að reka upp Nátur. Hann beit á vör sér og virtist ^yggjufullur. „Nú, jæja, ég mun ein- Wrn veginn kippa því í lag iyrir þá - ^annski færi ég þeim birgðir. Fjandinn ^afi það! Þetta skiptir minnstu máli.“ n8 sagði ekkert. I sjónhendingu sá ég Jitri fyrir mér þegar búið væri að tylla hi h- °num upp á klettadrang þar sem LVergi vottaði fyrir skugga, öslandi Suanó upp að knjám, með garg sJófuglanna í eyrum og hvítglóandi eidhnött sólarinnar fyrir ofan sig; skaflaeiðUr himinninn og lífvana ^fauðnin titrandi í tíbránni líkt og þau væru að soðna saman í eitt í Sv*kjunni úti í fjarskanum. „Ég Il'Undi ekki ráðleggja mínum versta °Vlni...“ byrjaði ég. „Hvað gengur að Per? ‘ æpti Chester; „Ég ætla að stinga honum vænni fúlgu - það er að Segja um leið og hjólin eru farin að Snúast, auðvitað. Þetta verður jafn ''Uðvelt og að drekka vatn. Hann mun °kstaflega ekkert þurfa að gera; hann ^un bera tvær marghleypur sér við euisstað... Vitanlega þyrfti hann ekki ^ óttast neitt sem fjörutíu negrar ynnu að taka upp á - með tvær jUarghleypur - eini vopnaði maðurinn! etra er langtum álitlegra en það kann ad virðast. Ég vil að þú aðstoðir mig v'ð að telja hann á að taka þessu. “ »Nei!“ hrópaði ég. Eitt andartak gaut °binson gamli votum augunum upp a mig með eymdarsvip. Chester horfði a mig fullur óendanlegrar fyrir- j|tr*ingar. „Svo þú munt ekki ráða I °num til þessa?“ mælti hann sein- e8a- „Svo sannarlega ekki“ svaraði ég °8 var jafn hneykslaður og ég hefði Verið beðinn um að aðstoða við ^nnsmorð; „þar að auki er ég viss ntr> að hann kærir sig ekki um þetta. ^ ann er að sönnu ekki sem best á sig 0rninn, en geggjaður er hann ekki SV° e8 viti til.“ „Hann er ekki nýtur til eins né neins“ sagði Chester líkt og við sjálfan sig. „Hann er einmitt mað- urinn sem hefði hentað mér. Væri þér mögulegt að líta á málin eins og þau blasa við, væri þér ljóst að þetta er kjörið handa honum. Þar að auki... Sko! þetta er frábærasta, öruggasta tækifæri...“ Skyndilega varð hann reiður. „Ég verð að fá mann. Hér og nú!“... Hann stappaði niður fæti og brosd óviðfelldnu brosi. „En eitt er þó víst. Ég get ábyrgst að ekki mun eyjan sökkva undir honum - og mér skilst að hann sé dálítið sérsinna þegar slíkt er annars vegar.“ „Verið þið sælir“ sagði ég í styttingi. Hann leit á mig eins og ég væri fífl sem engan veginn yrði botnað í... „Við verðum að fara að haska okkur, Robinson skipstjóri“ æpti hann allt í einu inn í eyrað á gamla manninum. „Þessir persnesku fuglar bíða eftir að við komum og göngum frá samningnum.“ Hann tók þéttu taki utan um handlegginn á félaga sínum, snarsneri honum við og - alveg óvænt - glotti hann til mín yfir öxl sér. „Ég ætlaði að gera honum greiða“ fullyrti hann og fasið og mál- rómurinn fékk blóðið til að ólga í æðum mér. „Ekki neitt að þakka - fyrir hans hönd“ svaraði ég um hæl. „O, þú læst vera svo fjandi kænn“ hreytti hann út úr sér; „en þú ert eins og allir hinir. Þú ert of mikill skýjaglópur. Við skulum sjá hvað þú hyggst fyrir með hann.“ „Ég veit ekki til að ég hyggist eitt né neitt fyrir með hann.“ „Ekki það?“ fnæsti hann; það gnast í gráu yfirskegginu af bræði og við hlið honum stóð sá víðfrægi Robinson, blýfastur við regnhlífma, sneri við mér baki jafn þolinmóður og gæfur og útjaskaður vagnhestur. „Ég hef ekki fundið neina gúanóeyju“ sagði ég. „Ég er þeirrar skoðunar að þú sæir hana ekki þótt einhver leiddi þig við hönd sér upp að henni“ sagði hann og var skjótur til svars, „og því er nú svo hátt- að í heimi hér að þú verður að sjá hlutinn áður en þú getur fært þér hann í nyt. Þú verður að gegnumlýsa hann, hvorki meira né minna.“ „Og fá aðra til þess að sjá hið sama“ sagði ég meinfysinn og leit niður á hið lotna bak við hliðina á honum. Chester fnæsti. „Það er sko ekkert að augunum í honum - hafðu ekki áhyggjur af því. Hann er engin leikbrúða.“ „Nei, ham- ingjan hjálpi mér!“ sagði ég. „Komdu nú, Robinson skipstjóri“ hrópaði hann inn undir hattbarð gamla mannsins og í röddinni var tónn einslags ógnandi lotningar; „Svipa Guðs“ tók undir sig stutt, auðsveipni- legt stökk. Þessi afturganga gufuskips lá og beið þeirra. Auðlegðin úti á eyjunni björtu. Þeir minntu á tvo undarlega sæfara sprottna út úr goðsögn. Chester stikaði áfram salla- rólegur, hnarreistur og mikill á velli og með svip sigurvegarans; félagi hans, langur, rýr og hokinn, hafði krækt sig fastan við handlegginn á honum og dró visnar lappirnar hvora fram fyrir hina svo ótt sem hann ætti lífið að leysa... - Ég velti því stundum fyrir mér hvernig Jim, með allt sitt hugarflug, hefði listist á sig á Walpoleeyju, þessari ömurlegustu þúst þurrlendis í víðri veröld. Líklega hefði ég aldrei frétt af því, því ég verð að segja ykkur frá að eftir að Chester hafði komið við í ein- hverri höfn í Ástralíu til þess að lappa upp á skipshróið, stefndi hann út á Kyrrahaf með tuttugu og tveggja manna áhöfn um borð að því er sagt var. Einu fregnirnar sem skýrt gætu ráðgátuna um örlög hans voru þær að hvirfilbylur var talinn hafa riðið yfir Walpole-rifin máðuði síðar eða þar um bil. Engin einustu ummerki um skip og áhöfn fundust nokkru sinni; ekki hið minnst hljóð barst utan úr auðninni. Punkur og basta! Kyrrahafið geymir leyndarmál sfn betur en öll önnur hinna síkviku og bráðlyndu hafa jarðar vorrar.“ Atli Magnússon þýddi SJfyMAN NADAGvSBLADlD 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.