Blanda - 01.01.1918, Page 8
gerðu þeir ekki sjálíir að jarðabókinni í Austfirðingafjórð-
ungi. I Austfjörðum fólu þeir Þorsteini Sigurðssyni það
verk, og framkvæmdi hann það 1712l 2 * *), og ef til vill næstu
ár að einhverju leyti. Þá var sýslumaður i Austur-Skapta-
fellsþingi Isleifur sonur Einars sýslumanns á Felli í Mýr-
dal (d. 1691), Þorsteinssouar sýslumanns í Þykkvabæ í
Veri (d. 1655), Magnússonar. Þeir langfcðgar voru allir
merkismenn og vitrir, og riki þeirra og völd um Skapta-
fellsþing hafði þá staðið í 100 ára, alt í frá 1612, að Þor-
steinn Magnússon gerðist klausturhaldari í Þykkvabæ og
tók sýsluvöld síðan. Þeir frændur voru kunnugastir allra
manna jörðum og fasteignum í þeim héruðum og fróðari
öðrum um fornar sagnir og gögn um slíka hluti þar um
slóðir. ísleifur sýslumaður bjó á Felli í Fellshverfi, næsta
bæ undir Breiðamerkursandi að austan. Þá var sú jörð
höfuðból, þótt nú sé hún í eyði. fsleifi fólu þeir Árni og
Páll að gera í sinu umboði jarðabók milli Lónsheiðar og
Skeiðarársands. Það starf framkvæmdi ísleifur á árun-
um 1708 og 1709.
En um jarðabók Árna og Pála vildi það slys til í
Kaupmannahafnarbrunanum 1728, — sem skæðari hetir
verið skrifuðum gögnum vorum frá siðari öldum en alt
annuð, sem yfir þau hefir geingið, — að frumritin að jarða-
matsgjörðunum um endilangan Austfirðingafjórðung fórust
i því báli, og þar með var sú jarðabókargerð i sinni frum-
legu og fullu mynd loguð upp í rcyk, þvi að ekki verður
séð, að samritum af þessu mikla verki hafi i heild verið hald-
■ð eptir i sýslunum, þegar frumritin voru send — úr landi5).
Ef samritum liefði almcnt verið haldið eptir, þá mundi
þeirra hafa orðið víða vart, en það er hvergi nema í Aust-
ur-Skaptafellsþingi. ísleifur sýslumaður hefir gert afskript
af jarðabók sinni í fullri mynd, áður hann sendi hana frá
sér, og sú afskript hefir verið enn til um miðja 18. öld,
1) Sýslumannaæfir IV, 779.
2) Geta má þess, að ýms drög Árna til jarðabókar í
Skaptafellssýslu eru i safni hans 463. Fol.; 223, 8vo og á
stöku stað víðar.