Blanda - 01.01.1918, Page 9
3
ög hafái alt til þess geyrazt hjá niðjum ísleifs sýslumanns.
Var hún 1747 hjá Bjarna pvófasti Þorleifssyni á Kálfafelli
í Fljótshverfi (um 1703 —1749; d. 1758), en síra Bjarni var
teingdasonur ísleifs og átti Þórunni dóttur hans1 2). Hjá
Bjarna prófasti fékk Sigurður sýslumaður Stephánsson bók-
ina að láni þetta ár (1747), og gerði þá ágrip það af jarða-
bók þessari, er vér nú höfum. En frumrit ísleifs í fullu gervi
er undir lok liðið, sjálfsagt fyrir langalaungu, enda litlu
mátt muna, að ágrip Sigurðar sýslumanns glataðist líka.
Ágrip þetta hefir gert verið með góðum skilningi, og
er afarmerkilegt. Það gelur verið álitamál, hvort ekki
hefði farið vel á því, að Fræðafélagið hefði látið útgáfu
sína af jarðabók Árna og Páls byrja á ágripi þessu. En
það er ekki orðið, og getur því dregizt útgáfa þess, í sam-
bandi við hana, til þess eptir margra þeirra daga, sem
nú eru lifs. Ágrip þetta er því nú prentað hér.
Rökin að því eru þessi:
1. Afskript í safni Reykjavíkurdeildar Bókmeritafé-
lagsins 182. 4to, á alls 11 blöðum; eru 5 af þeim fruinrit
Sigurðar sýslumanns Stephánssonar, en 6 af þeim eru
rituð 1834 af Pétri Sveinssyni, prests á Hofi i Álptafirði,
Péturssonar spítalahölds á Hörgslandi (d. 1812), Sveins-
sonar, og ritar hann svo að afskriptarlokum :
„Það hér sést í þessari jarðabók uppnýjað með ann-
ari hendi skrifað en sýslumannsins sáluga Sigurðar Step-
hánssonar, er rétt út dregið eptir úr henni teknum rotn-
um blöðum. Vitnar
Bæ í Lóni þann 20ta April 1834.
P(étur) Sveinsson112).
1) Þórunn ísleifsdóttir var fædd 1692, og andaðist
1746. Erfiljóð eptir hana, kveðin af síra Benedikt Jóns-
syni á Felli i JVlýrdal og siðan að Ofanleiti, eru i Lands-
bókasafni 52. Fol.
2) Pétur var fæddur 7. Febrúar 1801 i Múlakoti hjá
Hörgslandi á Siðu. Hann bjó í Bæ og á Brekku í Lðni,
og var um hríð hreppstjóri þeirra Lónmanna, listaskrifari.
Hann andaðist á Brekku 8. Janúar 1842,
1*