Blanda - 01.01.1918, Side 10
4
Én sá galli er á, að 1 blað hefir glatazt úr bókinni
siðan 1834, og áður en hún komst í eigu Bókmentafélags-
ins, svo að nú væri ekki hægt að gefa jarðabók þessa
út heila, ef hlíta yrði þeirri afskript einni, en aðrar af-
skriptir af henni voru leingi vel ekki kunnar. Það eru
þvi mðrg ár síðan, að eg tók að halda spurnura fyrir af-
skriptum af jarðabók þessari, enda komu þær bráðlega í
leitirnar.
2. Árið 1890 fékk Jón prófastur Jónsson í Stafafelli
afskript af bók þessari hjá sira Þórarni Erlendssyni á
Hofi í Álptafirði (d. 1898), ritaða með eiginhendi sira Þór-
arins á þeim árum, sem hann var prestur I Bjarnanesi
(1829—1844). Afskript þessa sendi síra Jón mér sama
ár til Kaupmannahafnar, og lagði svo fyrir, að hún geingi
• til Landsbókasafnsins, þegar eg væri búinn á henni að
halda, og er hún nú Nr. 637. 4to meðal handrita bóka-
safnsins. Afskript þessi er alveg af sama tagi og afskript
þeirra Sigurðar Stephánssonar og Péturs Sveinssonar, en
hefir það fram yfir, að hún fyllir eyðu þá, sem er í af-
skript þeirra, svo að jarðabókin er hér heil með öllu. Á
afskript þessa stendur ritað:
„Th. Erlendsson á Bjarnanesi á bókina
Testerar Th. Einarsson“1).
3. Árið 1890 spurði eg til þess, að Magnús danne-
brogsmaður Magnússon á Skaptárdal (f. 1801; d. 1890)
ætti afskript af þessari jarðabók, og lagði eg þegar drög-
ur fyrir hana. Magnús lézt snemma sumars þetta ár, og
fékk eg svo jarðabókarafskriptina eptir hann andaðan frá
Ólafi umboðsmanni Pálssyni á Höfðabrekku, móðurbróður
mínum, með bréfi dagsettu 11. Febr. 1891, er mér barst
31. Marts sama vetur. Þessi afskript er að vísu af sömu
rótum runnin sem hinar afskriplirnar, og allur aðalstofn
hennar er hinn sami og i þeim, svo að hún er góð til
samanburðar, enda heil með öllu. En i hana er skotið
ýmsu smávegis inn hér og livar eptir jarðabók þeirra Olafs
og Isleifs Einarssona frá 1697; smáathugasemdum er og
1) Þ. e. síra Þorsteinn EinarssonáKálfafellsstað(d, 1871).