Blanda - 01.01.1918, Page 11
5
aukið á spássíur frá því um 1800, svo sem til minnis.
Þessu er hér hvorutveggja lítill gaumur gefinn. Enn er
skotið inn ýmsu merkilegu frá tímum Sigurðar sýslumanns
Stephánssonar, og er það prentað hér neðanmáls á sinum
stöðum. Aptan við þessa jarðabók er hér stutt ágrip af
jarðabók þeirra Oiafs og ísleifs yfir 'Vestur Skaptafells-
sýslu 16971 *). Afskript þessi hefir líka, auk hins venju-
lega Extract-titils þessarar jarðabókar 1708 ogl709. þessa
fyrirsögn : „Úldráttur af jarðabók yfir Skaptafellssýslu,
sem sýslumennirnir Ólafur og ísleifur Einarssynir saman-
tóku árið 1697, samt samdi ísleifur enn greinilegar yfir
Lón, Holtahrepp og Suðursveit árin 1708 og 1709 vegna
secretera Árna Magnússonar, og einhver, liklega sami, yf-
ir Öræfin 1709, orðnaður’), svo vitt skéð gat í bráð, eptir
boðleið austan frá Lónsheiði vestur úr, alt að Sólheima-
sandi, í Decembri 1814“. Því nœst kemur þar nokkurt
drabb um striðshjálpina frá 1679 og um að auka megi og
lagfæra þessar jarðabœkur eptir yngri jarðabókum. Að
lyktum kemur þessi merkilega klausa : „Þetta er skrifað
upp úr rytju, sem fanst við Austur-Skaptafellssýslu bréfasafn,
og aptur athendist sýslumanni Bergi3) Benediktssyni“4).
Sá, sem þetta heíir skrifað upp 1814, mun án efa
vera Jón sýslumaður Guðmundsson i Vík (Jörundar-Jón),
er Iézt 1820. Eptir þeirri uppskript er Skaptárdalsupp-
skriptin gerð. En Skaptárdalshandritið er alt skrifað af
Ingimundi hreppstjóra Eiríkssyni á Rofabæ i Meðallandi
(f. 1828; d. 1903), þá er liann var unglingsmaður í Sanda-
seli hjá Magnúsi dannebrogsmanni á árabilinu 1850—1860.
Það ritaði lngimundur mér sjálfur 1892. En Magnús
fluttist búferlum frá Sandaseli að Skaptárdal 1871. Skapt-
árdalshandritið er kallað hér Sk neðanmáls.
1) Góð afskript af þeirri jarðubók (frá 1697) yfir
Skaptafellssýslur er í ÍBfél. Rvd. 182. 4to; í Landsb. 637.
4to; ennfremur afskript í Landsb. 574. 4to.
-) orið ar (!): hur.
3) „Br." hdr.
4) Sýslumaður fram til 1812. Lézt 1833,