Blanda - 01.01.1918, Page 47
41
um orðum í bréfi til Isleifs sýslumanns, dagsettu í Skál-
bolti 9. Ágúst 1712: „Ekki tel eg það vist, að assessor
Árni Magnússon komi austur á bygðirnar, — jaí'nvel þótt
hann geri enn nú freklega ráð þar fyrir, — ef skipin
koma í þessum mánuði, því ekki er iirvœnt, nema eitt-
bvað komi með þeim, sem tefja kunni för hans, en líða
tekur mjög svo á sumarið“. Ráðleggur biskup ísleifi sýslu-
manni, ef sonur hans sigli, að hann feli bann á hönd
Árna Magnússyni, „sem bæði er vís maður og yðar góð-
ur vinur“. — Ekki siður er augljóst af bréfi biskups 17.
April 1712 til Ólafs prót'asts Stephánssonar, að Árni hef-
i>' þá um vorið ætlað sér beint að ríða til Austfjarða, því
að hann segir, að Yallanesskjöl þau, er Árni hafði feing.
ið léð, vilji hann (Árni) „taka aptur með sér austur í vor
og yður afhenda, hvað ekki er að ugga.“ — í bréfi til
sira Árna Álfssonar í Eydölum 16. April sama ár, ræður
biskup presti til að láta um landamál nokkurt „bíða að-
gerðir hér um þar til assessor Magnússon austur kemur.“
— Sama dag og ár (16. Apr. 1712) ritar biskup og síra
Vigfúsi Sigfússyni í Mjóafirði: „Þegar assessor Magnús-
son kemur austur lil ykkar í sumar, þá mun eg biðja
hann að tala við Þorstein."
En nú var orðið áliðið sumars, þegar biskup ritaði Is-
leifi, og Árni enn ófarinn austur, en fór alfari af landi
burt þetta sumar (1712), og hefir því ekki orðið uf aust-
urreið hans. Mun hann því hafa beðið Isleif sýslumann
að gera handa sér frekari skýrslu um eyðijarðir þessar,
úr þvi að hann málli ekki konni því við sjálfur, og mun
sú skýrsla vera ein og hin sama og gkrá sú, sem hér er
prentuð.