Blanda - 01.01.1918, Side 49
43
1. Jökulfell hefur bær að fornu heitið il) norð-
vestur af Skaptafelli, þar sem nú er kallað Bæjar-
staður, í því fjalli, sem enn er kallað Jökulíell; hór
halda2) menn verið hafi kirkja, þvi sézt hafa í minni
þessara3), sem nú lifa, líklegheit til kirkjugarðs og
tóptarinnar. Þessa Jökulfells er getið í Hofs maldaga,
sem gert skal hafa biskup Michael4) í Skálholti. Orð-
in eru þessi: „Og helming allra þeirra fjarna, sem
liggja til Jökulfells11. Það, eptir er ófordjerfað5) af
þessarar jarðar landi, er nú leigt frá Skaptafelli fyrir
30 álnir.6)
2. Freysnes er sagt bær heitið hafi; það er nær
i suðaustur af Skaptafelli; sést enn til tópta þar nærri,
sem fjárhúsin standa. [Það grasland, sem þar er ept-
ir óspilt af jökli og vatni7), er nú kallað Freysnes, og
er leigt frá Skaptafelli fyrir 30 álnir.
3. Svínanes hefur bær heitið, sem bevísast af áð-
ur nefndum Hofsmáldaga, þar kirkjunni að Hofi er
sú hálf jörð eignuð. Vita menn ei, hvar sá bær stað-
ið hefur. Jón Einarsson [á Skaptafelli8) og Stephan
Ormsson [á Hofi9) segjast fyrir nokkurum árum fund-
ið hafa í Neskvislinni millum Svínafells og Skapta-
fells rauðviðisrapt úr jöklinum fram rekinn, hver ver-
ið hafi utan mjög svartur orðinn.
1) b. r. R, 158, N.
2) segja R, N.
3) Ú, 158; þeirra R; þeirra manna N.
4) Mikill R; afbakað í N.
5) ófordjarfað 158.
6) um Jðkulsfell, sjá Rauðalœkjarmáldag 1179 (DI, I.
Nr. 44), 1343 (DI, II, Nr. 500), og er þá hálfkirkja í Jök-
ulsfelli; sjá einnig Hofsmáldaga 1387 (DI, III, Nr. 345).
7) [og R, N.
8) [sl. R, N.
9) [sl. N,