Blanda - 01.01.1918, Page 66
Æfisöguflokkur
síra Einars Sigurðssonar í Eytlölum,
ortur 161ö.
Kvæði þetta, sera ekki liefur áður prentað verið, er í mörg-
um afskriptum, en frumrit þess fyrir löngu glatað, og allar
afskriptirnar tiltölulcga ungar, engar eldri en frá 18. öld, og
flestar frá því um miðbik aldarinnar eða siðar. Ber afskript-
um þessum víða allmjög á milli í einstökum atriðum, þótt um
verulegar efnisbreytingar sé óvíða að ræða. Snerta breyl-
ingar þessar nær eingöngu orðaval og kveðandi, og er svo
að sjá, sem sumir afritararnir hafi leyft sér að lagfæra ýms
braglýti upp á eigin spýtur, ef þeir gættu þess, að raska ekki
efninu, en hverjar þessar breytingar séu oghversu viðtæk-
ar, verður nú ekki séð, sakir þess að frumritið er glatað.
Við samanburð á afskriptunum sést, að engin þeirra hef-
ur þá yfirburði, að hún liafi getað orðið lögð lil grund-
vallar við prentunina, því að þótt einhvor þeirra virðist
réttari en önnur í fljótu bragði, þá kemur i ljós, að það
er að eins í einstökum atriðum, en annarstaðar lakari en
sumar hinar. Þessvegna hefur ekki verið unnt að taka
eina einustu afskript til að byggja á, heldur hefur orðið
að fai’a þann meðalveg að velja úr hinum ýmsu afskript-
um það er sennilegast hefur þótt og samkvæmast hugs-
unarhætti höfundarins, en breytinga að eins getið, þar
sem nokkru máli er að skipta, svo að hver og einn geti
dæmt um, hvað upprunulegast muni, sem að vísii er harla
erfitt í svo vöxnu máli. Að tína upp allan orðamun af-