Blanda - 01.01.1918, Qupperneq 67
skriptanna hefði verið öldungis þýðingarlaust og óþarft
verk, orðið afarlangt mál, en notin sáralítil að slikum
sparðatíningi, þar sem ekki er um nokkra efnisbreytingu
að ræða. Á einum stað í kvæðinu, á eptir 57 erindi, vant-
ar auðsjánnlega i það eitthvað meira eða minna, snm-
kvæmt öllum afskriptunum, nema J.S. 398 og annari
nýlegri afskript (af henni?) (ÍBFél. 217 8yo), sem fyllir upp
i skarðið með 3 erindum, en þó á þann hátt, að mjög
vafasamt er, hvort sú fylling er upprunaleg eða ekki, og
að öðru leyti virðast þessar afskriptir ekki á nokkurn
hátt frumlegri eða áhyggilegri en hinar, og sumstaðar ber-
sýnilega afbakaðar. Auk þessara tveggja handrita hafa
þessi verið höfð til samanburðar: Lbs. 171 4to (að því er
virðist meí hendi Sigurðar Stefánssonar sýslumanns í
Skaptafellssýslu, f 1765) og 1165 8™ (með liendi síra
Guðmundar Eiríkssonar á Refstað, ritað 1763), J.S. hand-
ritasafn (í Lhs.) 280 4*2 (með hendi Þorsteins Halldórsson-
ar í Skarfanesi, íitað 1789), 400 4toB (með hendi Jóns Sig-
urðssonar), 246 8vo, 307 8yo og 491 8vo, en í safni bólc-
mentafétágsins (ÍBFél í Lbs.) 362 8y2; ennfremur hefur
verið notað eitt handrit í Þjóðskjalasafninu, ritað að nokkru
leyti 1762 af Jakob Sigurðssyni á Skálanesi í Vopnafirði.
AUs 11 handrit. Æfisöguflokkur þessi er merkiskvæði á
marga lund, og hið elzta íslenzkt kvæði þess kyns, en
flestir mundu óskað hafa, að höf. hefði ritað æfisögu sína
í óhundnu máli og enn ítarlegar, en kvæðið greinir; hefði
hann kunnað frá mörgu fróðlegu aðsegja: 10 órum eldri
en sira Jón Egilsson (höf. Biskupaannálanna), kominn til
vits og óra við aftöku Jóns biskups Arasonar, meðal allra
fyrstu lærisveina í Hólaskóla og skólabróðir Guðbrands
biskups og alúðarvinur hans alla æfi, prestur og prófast-
ur í Norðurlandi yfir 30 ár í upphafi hins nýja siðar, en
prestur og olficialis í Austfjörðum enn lengur, etc. En kvæði
þetta er þó miklu betra en ekki. Annað kvæði síra Ein-
ars þessu skylt, er „Barnatöluflokkur" hans, ortur 1625, sem
einnig þyrfti uð prentast, þótt það kvæði sé í sjálfu sér ekki
jafnmerkt, sem æfisöguflokkurinn. Þriðja kvæðið, sem
lýsir síra Einari allvel, er: „Stutt ágrip æfi og afgangs"