Blanda - 01.01.1918, Page 75
69
við Mývatn síðan
mörgum vistum1),
þaðan í hjúskap,
þó með guðs ráði,
af herra Ólafi
helguð hæði2).
42. Lifði svo Einar
með Margrótu
heil tíu ár
í hjónabandi,
gátu ágæt börn
átta saman,
en Odd frægstan
allra þeirra.
41. Því einn var þá siður
allra presta,
áður Ólaíur
af það réði3),
43. Reistu búnað
i íteykjadal norður,
áður þeim litla stað
Nesi næði4),
hlutu bæði
með handalúa
að búa við kvinnur
og börn geta,
en hann lét hjónaband
hvern prest binda.
1) Dannig að eins eitt hdr. (í Þjóðskj.safninu), en öll
önnur hafa „rnörgár vistum", sem lilýtur að vera skakkt,
því að síra Einar hefur ekki orðið prestur við Mývatn
fyr en c. 1560, en þá er hann fer þaðan kvongast hann,
og fer þá að búa í Reykjadal (Aðaldal), áður en hann
flytur að Nesi, en þangað keinur hann ekki síðar en 1565.
Það getur þvi ekki staðizt, að hann hafi verið „mörg ár"
við Mývatn, því að hann hefur naumast verið þar lengur
húlaus en 3 ár (c. 1560—1563), en á þessum árum hefur
hann verið þar á ýmsum stöðum („mörgum vistum"), í
húsmennsku. Er sögn, að hann hafi um hríð verið á
Helluvaði. En um 1563, eptir að hann var farinn að búa,
virðist hann hafa sótt móður sína út i Grímsey.
2) Af þessu sést, að Margrét hefur í fyrstu verið
fylgikona sira Einars, og Oddur biskup þá fæddur (1559).
En sira Einar tehir samt hjónaband þeirra frá því, að þau
tóku saman, sem verið hefur 1558, og þangað til hún
andaðist (1568), eða alls 10 ár, þótt þau væru ógipt fyrstu
6 árin (1558 - 1563), eptir því, sem næst verður kornizt.
3) vandi, sum hdr.
4) Hanu muu hafa flult að Nesi vorið 1565, en verið áður
prestur í Mývatnsþingum, þótt hann byggi síðast í Reykjadal.