Blanda - 01.01.1918, Page 77
71
sálusorgara
sinn að gleðja1 2 * * * 6 *).
52. Sú góða Þórunn var
Gísladóttir,
hennar bróðir einn
hét Þórarinn,
sá gaf Einari
sína dóttur,
ágæta mey
þá, er Ólöf hét8).
53. Hún var uppalin
í Húnavatnsþingi,
á Marðarnúpi,
i mætu fóstri
hjá afa sinum
þeim eðla Gísla,
öguð og uppfrædd
i öllu góðu.
54. Hvar var Einari
huggun meiri,
þó ljúfa ætti hann
langt að sækja?
í lag komst þá
sú höndin hægri,
börnin fengu þá
fósturmóður.
55. Blómgvaðist þá
búið að nýju
með barna heill
og blessun meiri;
undir krossi lá8)
Ólöf þessi,
1) Síra Einar hefur þá þjónað Einarsstaðasókn, jafn-
framt Nesi, Einarsstaðir liklega verið útkirkja þaðan, Sið-
ar [um 1600] þjónuðu sókn þessari stundum sérstakir
prestar, en svo var þar útkirkja frá Helgastöðum.
2) Þau sira Einar og Ólöf hafa gipzt 1569. Var hún
þá tvítug að aldri (f. c. 1548), eins og sira Einar segir i
visu þeirri, er hann orti skömmu fyrir andlát sitt, þá er
hann (sakir veikinda) varð að skilja rúmið við konu sina,
eptir 57 ára sambúð: „í>að þökkum við guði | þó hann
vilji við skiljum, | að ekki’ hefur ódyggð nokkur | [ill] kom-
izt í milli | svo nær sextygi ár[um] | saman hér höfum
verið, | þá var eg og þýð kæra | þrítugur, en hún tvítug“ •
(Eptir Lbs. 1165 8vo).
6) Þetla mun vera svo að skilja, að Ólöf hafi opt
verið veikluð á geðsmunum, sbr. 89. erindi hér síðar (“hug-
veik stundum") og li)3. er., þar sem höf. minnist á „innri
hrellingar“, eraðÓlöfu hafi stefnt, einnig 194. er., að sum
börn síra Einars og Ólöf sjálf hafi opt reynt súrt með
seetu, enda kerour það beinlínis fram í Barnatöluflokki síra