Blanda - 01.01.1918, Side 79
73
61. Tók þ& Oddur
62. Sigurður Einarsson
sem eg fyr nefndi,
hann yar giptur þá
heiðurskvinnu3),
um tvö ár næstu
við skólaráðum* 1 2),
með skikkun góða,
lærisveinar
því lýstu flestir,
að betrast hefði þá
barnaaginn9).
þingaprestur
á prúðu klaustri
Múkaþverá4 * * *)
og margan fræddi.
tvær hinar fyrri næst á undan 57. erindi („Urðu á Hólum
herraskipti“ etc.), en hin þriðja næst á eptir, en hér eru
þær allar settar saman til að fylla skarð það, sem annars
er í öllura öðrum hdr. á þessum kafla, eins og auðsætt er
á »fninu, hvort sem innskot þetta er upprunalegt eða ekki.
Það sem gerir innskot þetta grunsamlegt, sem síðari við-
bót afritara, er einkum það, að tvö fyrri erindin, þar sem
skýrt er frá skólaveru þeirra brscðra Odds og Sigurðar
og sigling Odds til Hafnarháskóla, eru sett á undan því
erindi kvæðisins, þar sem höf. skýrir frá biskupaskiptun-
um, þá er Guðbrandur tók við af Ólafi, því að hvorki
Oddur né Sigurður hafa verið í Hólaskóla í tíð Ólafs bisk-
ups, og þvi fráleitara er að tala um sigling Odds á und-
an biskupaskiptunum; þá ósamkvæmni mundi síra Einar
aldrei hafa leyft sér. En þessi innskotserindi öll þrjú eru
sett hér milli [ ] og færð á réttari stað, þótt þau samt
falli ekki allskostar vel inn í heildina. Sennilegast þykir
mér, að hér vanti allmörg erindi í kvæðið á milli 57. og
61. erindis. T. d. er óliklegt, að liöf. hafi látið þess óget-
ið, að hann var skipaður prófastur í Þingeyjarþingi og
trúnaðarmaður biskups þar nyrðra m. fl.
1) Oddur var skólameistari á Hólum 1586—1588.
2) barnaskóli, sum hdr.
3) Fyrri kona síra Sigurðar var Ingunn dóttir Jóns
Ormssonar á Einarsstöðum, vinar sira Einars.
4) Þannig flest hdr. og er það eflaust réttara en á
Möðruvallaklaustri, sem prestatal telur. Síra Sigurður
var fœddur 1562, og hefur líklega vigzt c. 1586, um það leyti,
sem Oddur varð skólameistari, eða ef til vill ári fyr.