Blanda - 01.01.1918, Page 84
%
93. Sá hét Steíáu1),
sæmdarmaður,
rikur og frómur
í ráðsmanns sæti,
fagnar Einari
með öllum sínum,
svo sem biskupsbréf
bezt útvísar.
94. Herra Oddur
kom heim að bragði,
urðu að nýju
fagnaðarfundir,
setti hjónin
í sín herbergi,
en alla bræður strax
inn i skóla.
95. Eru þe8si nöfn
Einars barna,
skrifuð, sem þá
i Skálholt komu,
sona og dætra,
sem hér greinir,
en Secilía var
í Saurbæ eptir.
96. Síra Sigurður
biskups bróðir,
sammæddur
þar settur fyrstur,
kvinna hans Ingunn
kom með honunl,
barn þeirra eitt
og bróðir hennar.
97. Gisla og Ólaf
Einarssyni
ogHöskuld vil eg nú
hér næst telja,
Eirík og Jón,
yngstu bræður,
Oddur þe3sum lýð
öllum íagnar.
98. Ólöfu móður
Margrét fylgdi,
Sigríður og þær
systur fleiri,
Anna, Guðrún
og ein barnfóstra,
Guðný ástkær
Einars systir2).
99. Elestum mátti sá
flokkurinn ægja,
ratar þó Oddur
[íj reynslu meiri,
áttatíu nauta,
nóg vetrarbjörg,
hey þar brunnu
öll til ösku.
100. Einhver mundi þá
öfundarmanna
1) Stefán Gunnarsson skólameistari í Skálholti 1575—
1578, og síðar ráðsmaður Skálholtsstaðar 40 ár (1579 — 1619),
enn á lífi 1624.
2) Guðný Sigurðardóttir, systir síra Einars, undað-
ist i Skálholti 21. sept. 1610, rúmlega áttræð.