Blanda - 01.01.1918, Page 86
8 Ó
liann var skyldur mjög
herra Guðbrandi1),
í Eydölum
það autt var sæti.
107. Herra Oddur
með höfuðsmanns ráði
föður sínum kaus
fyrgreint sæti,
þóttist vita,
að vildi þar drottinn
honum til reiða
hvíld og náðir.
108. Og hugði þar mundi
helzt á landi
prestum á
prófasti liggja,
reyndum vel,
sem réði úr vanda,
föður sínum bezt
til þess trúði.
109. Áður eu fundi þar
feðgar skilja
hafði Oddur
með heiðri og æru
ektamáls sór
og yndis leitað,
þó ár um kring
þess yrði að biða.
110. Gott er að biða
góðs jafningja,
Oddur mátti það
siðar sanna,
gæfan er undir
gipting komin, —
Helgu Jónsdóttur
heill mun fylgja.
111. Herra Oddur lét
hjá sér dvelja
Sigurð Einarsson
sér til yndis,
og aðra bræður
að iðka skóla,
utan yngsti, Jón,
foreldrum fylgdi.
112. Og barn það unga,
er Ólöf fæddi
á því vori
í Skálholti,
misserisgamalt
móður fylgdi,
1) Sira Þorlákur fvarsson i Eydölum, systkinabarn
við Guðbrand biskup, hefur andazt 1590 (en ekki 1591,
eins og segir í prestatali). Að síra Einar hafi einmitt far-
ið austur 1590 (en ekki 1591) sést Ijósast ó 112. erindi,
þar *em barn það (Herdís\ er Ólöf konu hans átti i Skál-
holti „ó því vori“ (1590), þ. e. áður en þau fóru að
Hvammi, fylgdi henni austur „misserisgamalt1*, og enn fleira
sýnir það ólvirœtt, að þannig er rélt lalið, t. d. gipting
Odds biskups sumarið eptir (1591), o. m. fl., sem óþarft
er að telja.