Blanda - 01.01.1918, Side 104
98
VcriiS í fúa. Afskript Þorleifs er því frumrit vort að þess*
ari œfisögu nú, og sýnist hún muni gerð rétt fyrir alda-
mólin fyrri, eða hér um bil 1795, handa Guðríði dóttur
Bjarna sýslumanns, en ekkju Þorsleins Steingrímssonar í
Kerlingardal (d. 1794), og móður þeirra Einars í Kerling-
ardal og Bjarna amtmanr.s. Fylgja og æfisögunni í báð-
um afskriptunum erfiljóð og grafskriptir, alt ort af Þor-
leifi Jóhannssyni, eptir Bjarna sýslumann Nikulásson, Þor-
slein Steingrímsson. og Jón prófast Sleingrfmsson. Er
það langt mál, sem hér þykir óþarft að prenta. Erfiljóð-
in eptir Bjarna Nikulásson eru ort 1791, og má úr upp-
hafsstöfum versannu lesa nafnið Þorleifur Jóhannsson.
Yrkir hann erfiljóðin handa þeim Guðríði og Þorsteini
Steingrímssyni, og segir hann, að Guðriður sé sú „ein-
usta“, er þá „lifi eptir“ af börnum Bjarna sýslumanns.
En um Þorleif Jóhannsson er það að segja, að hann
var dóttursonur Bjarna sýslumanns Nikulássonar. Móðir
hans var Geirlaug Bjarnadóttir, er uppalin var í Odda
hjá Ólafi biskupi Gíslasyni, en Jóhann Jónsson var mað-
ur hennar og faðir Þorleifs, og bjuggu þau í Scglbúðum.
Jóhann var dáinn 1762. Þorleifur er fæddur 1741 eða
1742. Fyrri kona hans var Sigriður ísleiksdóttir (f. 1748),
dóttir ísleiks Ólafssonar, er klausturhaldari var í Kirkju-
bæ að vísu 1722—29, og lögréttumaður í SkupLafellsþingi
1733, og lifði enn 1748 eða leingur. Eitt af börnum Þor-
leifs og Sigríðar var Isleikur „handlæknir“ (f. 1773), er bjó
á Þverá (1805—1806) og á Breiðabólsstað á Síðu (1807—
1815). Sigríður lézt 30. Júlí 1788, og kvæntist Þorleifur
því næst 28. Júni 1789 Sigríði Einarsdóttur (f. 1741), ekkju
Jóns Jónssonar á Steinsmýri En sonur Jóns og Sigríðar
var Einar, sá er Jón prófastur Steingrímsson annálur mest
fyrir námsgáfur’). Ólst Einar upp að mestu með þeim
Þorleifi og Sigriði móður sinni i Mörtungu og á Þverá.
Hann var síðan prestur á Desjarmýri 1800 — 1811. Þor-
leifur bjó að visu í Mörtungu 1783—1796, en 1796 iluttist
hann að Þverá, og bjó þar um hríð. En laust eptir 1800
1) Æíisaga, Rv. 1913-1916, bls. 271-272.