Blanda - 01.01.1918, Blaðsíða 109
103
Ná svo sem mínu siandi var háttað eptir hennar
viðskilnað, þeinkti eg með sjálfum mér að undirkasta
mig ekki þvílíkum sorgartíma, eður rata í svoddsn
hörmung, heldur yfirgeía búskaparstandið og fara i
burtu héðan úr landi, og jafnvel hingað aldrei aptur
koma. En 'guði þóknaðist það ekki, þvi minn elskulegi
náungi síra Vigfús (blessaðrar minningar) afréði mig
þvi aldeilis, heldur skyldi hann leita mér annars kvon-
fangs, sem mér væri til æru og sæmdar, hjá góðu
fólki, hvað hann oggerði voturinn eptir, til göfugra hjóna,
Jóns sáluga Fabíanssonar og Hallgerðar Sigmundsdótt-
ur á Flögu, til dygðum prýddrar þeirra dóttur Petr-
ónellu, hverri hans málaleitun mín vegna var bæði
af henni, stúlkunni, og hennar foreldrum í bezta máta
tekið. Og fyrst eg sá, að guð vildi það á þann veg
snúast láta, gaf eg mig og alt mitt ráð á hans vald.
Áður eg fer leingra fram í þessa ræðu, vik eg til
viðskipta þeirra, sem minn elskulegi náungi1) gerði
við mig, sem var svoleiðis: Hann gaf mér 12 hdr.
aí he;manfylgju sinnar sálugu dóttur, en 8 hdr. skyldi
eg halda í umboðsnafni, þar til mér væri hægt út að
svara, og vildi ekkert af mér taka. — Guði só lof
fyrir góða menn, bæði burtu farna, þá sem eru og
ókomna, (en því líkir munu nú ekki í hverju húsi).
Gfuð veit það.
Minnar hér elskulegu heitstúlku foreldar: Jón sál-
ugi Fabíansson, umboðshaldari leingi Tungu jarða, næst
eptir Martein Rögnvaldsson. Þeir voru báðir, með
öðrum íslendingum, í því fyrra svenska stríði, Jón
með byssu, því hann var lítilmenni til burða, en hin-
lr íslenzku brúkuðu bæði byssur og korða og morgun-
stjörnnr, sem eru kylfur, sem var Oddur Eyjólfsson,
prófastur síðar í Holti undir Eyafjöllum, Teitur ráðs-
1) þ. e. sira Vigfús ísleifsson.