Blanda - 01.01.1918, Side 111
105
hennar móðir og systir Gróa, þar til hán1) giptist vel-
forstandigum lögréttumanni Sigurði Einarssyni, og var
hans þriðja kona, þau hæði um sextugs aldur, þá sam-
an komu; voru til samans 4 eða 5 ár. En Gróa sáluga
giptist lögréttumanni Eiríki Gíslasyni; voru saman eitt
ár. Hún sálaðist af barnsförum. Hún fékk blessað
andlát, þá hún hafði falið sína sál í hönd drottins,
og lá þá hennar höfuð á minum vinstra handlegg; eg
var þar nálægur og var að gera henni til góða það
eg gat, með ljósmóðurinni Höllu sálugu, og er svo úti
um það fólk að tala.
Vorum við svo saman, þessi min elskulega kona
og eg, i 15 ár: 4 á Sólheimum ytri, 6 í Skammadal,
4 á Hvoli, 1 á Þykkvabæjarklaustri, þar til minum
góða guði þóknaðist hana til sin að taka, úr þessum
eymdardal í eilífa sælu, hvar fyrir hans blessaða riafn
sé loíað uin aldir alda. Hún var mitt lánsfé, en
hans eign. Hún bartkallaðist þann 25. Martí, 6. stund
um morguninn, á föstudaginn langa Anno 17222). Hún
var með heilli rænu, máli og viti, þá hún öndina upp-
gaf. Það var hennar siðasta, að hún las blessunar-
orðin, og undir eins og hún hafði þau endað, gaf
1) þ. e. Hallgerður Sigmundsdóttir.
2) Hér er alt skýrt i handritunum. En eitthvert
mgl er hér í ríminu Bjarni telur búskap sinn á Sól-
heimum með Petrónellu frá 1708, og segist hafa búið
með henni í 15 ár, þar til hún andaðist, og œtti hún ept-
ir því að hafa dáið 1723. Ártalið 1723 er og nœr réttu
rímtali heldur en árið 1722. Ffistudaginn langa ber 1723
upp á 26. Marts, eh 1722 ber hann upp á 3. Apríl. Um-
tulsmál er, hvort hér eigi ekki að standa 29. Marts 1720,
°g að þrjú ár eigi að falla úr búskapnum í Skammadal,
þvi að þar ber áratölunni ekki saman við sjálfa sig, sem
síður segir, og má hún hafa misritazt á báðum stöðum,
Föstudaginn langa ber 1720 upp á 29. Marts.