Blanda - 01.01.1918, Side 113
107
ar eg leitaði giptumála og hennar bróðurs, lögréttu-
manns Snorra Böðvarssonar1), fyrir aðtal og meðal-
gaungu göíugs klausturhaldarans Jóns sáluga Þor-
steinssonar, hverju tekið var á bærilegan hátt, sem þó
framar fullgerðist, þá eg sjálfur til kom. Var þá þetta
mitt núverandi ektahjarta búsitjandi með siuum fé-
munum, sem hún átti eptir sína sálugu foreldra, á
Yztabæliskoti. Liðu svo tímar þar til í fardögum
17242), að hennar búi var brugðið, en hún fór með
mér austur að Þykkvabæjarklaustri, hvar við byrjuð-
um og fullgerðum okkar hjónaband sarna ár, með
bæn, yfirsögn og blessan klausturprestsins æruverðugs
sira Jóns Sigmundssonar. Tók svo þessi, mitt ást-
kæra hjarta, ekki einasta mig að sér sem góð kona,
heldur og öll mín ungu börn, svo sem ein góð og
blessuð holdleg móðir þeirra, til allrar umönnunar og
hjúkrunar og góðgerða, alt svo leingi þar til þau voru
svo til aldurs komin, að sum af þeim gátu sér að
nokkru bjargað hjá göfugu fólki: Jón sálugi elzti til
Báls sáluga lögmanns Vidalín; bann var 6 ár í Kaupin-
höfn, 5 ár í Altinon3) í Þýzkalandi, 3 ár aptur í Kaupin-
höfn, og sofnaði þar úr sótt; hann var útlærður í snikk-
verki upp á margskonar trésmíði. Helga og Gróa sáluga
að HHðareuda, til þeirra göfugu hjóna. Greirlaug að
Odda, til þeirrasáluguhjóna, Ólafs biskups og Margrétar.
Jón yngra lét eg sigla á Stykkishólms skipi. Var
hann svo 5 ár í Kaupinhöfn, þar til hann fór til Nor-
eyar, og giptist þar kapteinsdóttur, Önnu að nafni;
eru nú siðan nær 20 ár, en hvort þau eru nú lifs, veit
guð, þvi eg hefi ekki af houum frétt síðan í hittifyrra.
Nikulás drukknaði með Þorleifi sáluga Sigurðssyni í Vest-
1) Lögréttumaður i Rangárþingi 1726—1762.
2) Sýnist eiga að vera 1725, ef ekki 1722.
3) þ. e. Altona.