Blanda - 01.01.1918, Page 121
1Í5
tnér til skaða í allan upphugsanlegan rnáta, en eg fá-
tækur og fákunnandi, og átti eingan til aðstoðar, nema
minn guð; hann var minn og minna verndari, þó til
væri reynt með ýmsu móti, sem eg ekki frá skýri,
því guðs almáttugs verndarhönd var yfir mér og mín-
um, og því gátu hvorki djöfull né vondir menn gert
okkur mein.
Þá nú Ólafur dó mjög hastarlega, eptir það hann
var búinn að súpa mjólksopann úr askinum sínum,
á deginum fyrir Maríumessu á Langaföstu1), þá var
góð arfsvon. Hann átti marga hluti og mikinn fisk,
meðan lifði. Erfinginn var Jón Isleifsson. Þá var
mesta hluta-ár. Naesta dag áður Ólafur dó, fékk eg
í hvern hiut 99 fiska, en Erlendur sálugi Jónsson2 3)
100 fiska. Hann átti hálí't skip hvort, sem við vorum
formenn fyrir, og mörg önnur. Hvað leingi hann uppi
stóð, man eg ekki. Eg kom þar aldrei nærri, hvorlri
hans dauða né útför, og var eg þó svo nær á næsta
bæ*). Vasaði Jón í öllu þessu veseni, en til mín var
ekki lagt; var eg þó rétt til kominn sýslunnar og
þeirra emhættisverka, sem þar hafa þurfti, ekki sízt
um þetta sterfbú, þvi kongurinn átti þar iuni restants
555 rd. specie og hálft Þykkvabæjarklaustur, með öllum
þess eigindómi4). Skikkuðu yfirvöldin mér svo sýsl-
una um vorið; en með klaustrið eða arf hans Ólafs
vildi eg ekki noitt hafa að bestilla. Mátti Jón svo
betala allan restantsinn, en eg gaf honuni eptir klaustr-
ið á Alþingi, með ráði og vilja yfirvaldanna, sem var
Páll Bejer og lögmenn Oddur og Páll Vídalín. Leið
1) þ. e. 24. Marts 1717.
2) á Dyrhólum.
3) Ólafur var jarðaður á Dyrhólum 31. Marts 1717,
Bjarni bjó þá á Hvoli.
4) Sbr. Alþingisb. 1718, Nr. XXIII.
8*