Blanda - 01.01.1918, Page 132
126
Én með því eg get ekki neitt skrifað eður frá-
sagt, sem mér sé til gildis, læt eg kérvið blífa. En
guð veit, hvort mér verður auðið við að bæta, því um
mínar húsabyggingar eður skipasmiðir, eður það eg
hefi gera látið, hirði eg ekki um að tala, því það
er nú orðið sem draumur og skuggi; en þó veit
eg, að eptir minn viðskilnað verður við iíði Hólma-
selskirkja og kirkjulykillinn að Dyrhólakirkju, verði
skránni viðhaldið, þvi ekki muuu finnast raargir hon-
um líkir.
Af þessir sést, hvað mín nú enn lifandi konnskepna
heíir með mér útstaðið, sem nú er orðin mjög þjáð,
af margvíslegum veikindum; en eg gleð mig við það,
að eg veit að okkar endurlausnari lifir, og það, að
hönd drottins er ekki styttri en hún hefir verið, þó
mér sýnist nú mart horfa óefnilega og heldur okkur
mart móti blása, í þvi að sjá okkar vanefnahag, en
því kann höndin drottins öllu að breyta. Og þó eg
hafi skrifað þessa mína lífsstunda- og æfireisu, hefi eg
ekki gert það til fordildar, eður mér til hrósunar, þvi
eg hefi ekki mér af neinu að hrósa, nema guðs mins
almáttugs vernd og vurðveizlu, og hans blessuðu
óþreyttu þolinmæði, sem hann hefir daglega á mér
auðsýnt, hvar fyrir honum sé eilíft lof, en gefi mér
og mínum að fá að þakka honum það í eilífu lífi
um óendanlegar aldir aldanna, amen, 1 Jesú nafni.
Amen!
Læt eg svo hér við lenda um sinn með útfarar-
versi Sæmundar fróða, sem heita Sólarljóð, sem sagt
er, að öndin í hans líki talað hafi, þá hann lá dauður
á börunum:
Hér við skiljumst,
og hittast munum
1) matt, hdr.