Blanda - 01.01.1918, Page 137
131
uppi söguleatri og bóka i húsi sínu, og hafði Björn
þá iðju, að lesa um kvöldvökur fyrir heimilisfólkinu
og kunningjum föður hans, þeim sem gefnir voru fyr-
ir fróðleik; en til að læra að draga til stafs, kom faðir
hans honum fyrir stuttan tímahjá tengdanáunga sinum
héruðslækni Jóni Péturssyni1), en til að sjá reikuings-
aðf'erð til biskups Sigurðar Stefánssonar, sem þá var
conrector á Hólum2), og varð það orsök til sainveru
þeirra Sigurðar biskups síðar; og fór honum svo fram
í þessu tvennu og bóklestri, að þegar hann var 8
vetra, var hann búinn að nema 4 höíuðgreinar reikn-
ingslistarinnar og þriggjaliðareglu allskonar í heilu
og brotnu, og orðinn svo læs og skrifandi, að hann
kvaðst ekki hafa tekið framförum í því eptir það, og
er hann þó orðlagður fyrir að hafa lesið manna
bezt. og geta ráðið úr því, sem svo var dauft, máð,
afrifið, eða með einhverjum hætti svo ólæsilegt,
að aðrir gengu fró, en skrifaði lærða, þokkalega og
mikið læsilega og reglulega hönd. Hann var þá þeg-
ar hafður til að segja til eldri bræðrum sinum og búa
þá undir fermingu. Sjálfur var hann fermdur 12 vetra
gamall af stiptprófasti JPorkeli Ólafssyni3). í barn-
1) Þessum tengdum var þannig háttað, að Guðrún
móðir Björns og Margrét Árnadóttir (prests í Fagranesi)
kona Jóns læknis voru systkinadætur.
2) Hann var þar konrektor á árunum 1768—1773.
3) Viðauki neðunmáls, líklega eftir afritarann síra J. E.:
Fermingarskráin er þannig;
„Frómt og velskikkað ungmenni Björn Gottskálksson
var hér í Hóladómkirkju og söfnuði confirmeraðmr
sjálfa Hvitasunnuhátið [18. mui] árið 1777 og það
ef iir Dr. E. Pontoppidans Guðhræðslunnar Sannleika,
hvern hann hefur að öllu leyti i minni og huga
fest, kann líka skýra grein á gera, svo sem hann
er prýddur með góðum skilnings- og námsgáfum,
9*