Blanda - 01.01.1918, Side 140
134
sér úr afgangsendum af reipaeÍDÍ, sem faðir hanshafði
gefið honum fyrir það hann táði og kemhdi i öll bönd
og reipi. Þeir urðu á eitt sáttir um þetta og bendl-
uðu saman geiturnar á hornunum. En þegar þeir voru
nýkomnir frá geitnarekstrinum kom nágranni Gott-
skálks heim til hans, og kvaðst hafa sóð geiturnar
beudlaðar einhvern veginn saman. Gottskálk sendi und-
ir eins Sigurð til að vitja geitnanna, og leysti hann
þær úr bendlunni. En þegar nábúinn var kominn af
stað og Gottskálk gekk á Sigurð um þetta, sagði Sig-
urður það hefði ekkert verið. Gottskálk kvaðst ekki
ætla nágrönnum sínum þetta, því þeir hefðu aldrei haft
ama á sér, og því síður glettzt við skepnur sinar.
Hann spurði Sigurð með hverju þær hefðu verið bendl-
aðar, en Sigurður sagði það hefði verið snæri; faðir
hans spurði, hvað haun hefði gert af því, Sigurður
sagðist hafa kastað því, það hefði verið ónýtt. „Það
mun þó ekki hafa verið fléttan hans Björns ?“ Sigurð-
ur fortók það. Síðan lét Gottskálk kyrt, en það sem
eptir var dagsins, var Björn að hugsa um, að hann
gæti ekki þolað1) yfir þvi, að svona væri þrætt sann-
leikans, og faðir sinn kynni að ætla þetta saklausum,
og um kveldið, þegar faðir hans var kominn 1 hlöðu,
kemur Björn þangað með hægð, en faðir hans heyrir,
að einhver kemur og segir: Til hvers kemur þú núna,
drengur minn? korastu til að segja mér, að það var
flóttan þin, sem þið bendluðuð með geiturnar? Já,
sagði Björn i lágum hljóðum, eg hugsaði það væri
saklaust, af þvi eg hef séð bendlaðar ær, og gerði það
svo af heimsku. Vissi ekki hann Sigurður af því?
Nei, eg lét þær út, — þú gerðir vel, eg kenni það þá
ekki öðrum.
Þegar Björn var 10 vetra, smalaði hann einn fé
1) Svo, líkiega mislesfur á frumritinu fyrir: þagað.