Blanda - 01.01.1918, Page 143
137
(Arnbjörg* 1), sérlega að afa slnum) og segir: í>ú
verður nú sá, sem helzt getur styrkt íólkið þitt, og
það er eg viss um, og mundu þá til þeirra, sem munu
haía þess mesta þörf. — Til hennar Ragnhiidar syst-
ur minnar?2), sem þá var 10 vetra. — Ekki meina eg
til hennar eiginlega, það er hún Arnbjörg. Hann ját-
aði föður sínum því. Eaðir hans árnaði honurn bless-
unar, og mælti síðan að skilnaði: Eg vona guð gefi
bænum mínum stað, og far þú nú heill. Þetta var
haustið 1783, og þá dundu undir eins á þau nafn-
kenndu harðindi 1783—84; þó gekk þeim allgreiðlega
ferðin J þeim fannkyngjum og ófærðum og frosthörk-
um, svo að þeir komust í Hrappsey að ll/2 viku lið-
inni, hvar bæði eigandi prentverksins og Schagfjörd
tóku vel á móti honum til þess starfa, sera fyrirætl-
að var. Prentverksiðjunni var framhaldið fram eptir
kvæm, að þvl leyti, að afritarinn hefur allviða breytt orða-
laginu og snúið þvi til betra máls, en efnismunur er
enginn.
1) Arnbjörg varð fyrri kona sira Vigfúsar Eiríksson-
ar Reykdal, siðast presls í Miðdalaþingum ('j" 1862). Son
þeirra Eirikur Reykdal í Belgsholtskoti í Melasveit. Arn-
björg varð brjáluð, svo að hún hljóp burt af heimili sínu
og flakkaði um sveitir nyrðra með mikilii mœlgi, og varð
sira Vigfús að skilja við hana.
2l Ragnhildur Gottskálksdótlir, systir Björns, átti
siðar síra Gísla Guðmundsson (Glímu-Gísla) i Hítarnesi
(t 1836). Synir þeirra : Magnús settur sýslumaður, á
Hrafnabjörgum í Hörðudal síðast, Björn á Brúarhrauni og
Gottskálk í Landbrotum, Eggert á Eyri í Flókadal og Sig-
urður á Ósi á Skógarströnd. Rugnhildur var mikil gáfu-
kona og bezta yfirsetukona, andaðist á Kaldárbakka 24.
l'an. 1856, 83 ára Espólin segir (Árb XI, 135), að hún
hafi verið ólik Birni bróður sínum, því að hann hafi verið
maður ráðsettur og góðlátur, eins og hún hafi ekki verið
það.