Blanda - 01.01.1918, Síða 144
138
vetri, þó frosthörkur gerðu það litt mögulegt, allt fram
yfir miðjan vetur, þá ómögulegt þótti að geyma vætt-
an pappír fyrir írosti; urðu því þeir, sem að prent-
verkinu unnu að setjast heim í bæ til bókbands’).
Um vorið höíðu harðindin svarfað svo að alraenningi,
að Bogi sá sér ófært að halda áfram með prentverk-
ið, og varð því að segja þeim upp, sem að prentverk-
inu þjónuðu. Schagfjörð tók það ráð að fara til
Kaupmannahafnar og býður Birni að sigla með sér.
Birni þótti það vera miður ráð fyrir sig, þar eð hann
var vel látinn, þar sem hann var, og þóttist geta unn-
ið fyrir sér í þeirri stöðu, og réðist þá eptir tilmæl-
um Boga til hans um 2 ár með hundraðs kaupi á ári-
Ekki leið á löngu, áður hann félli Boga vel í geð, því
eptir árið liðið varð hann fyrir búinu. £>egar þessi
2 ár voru liðin segir Bogi við Björn: Ef þú hefur
ekki ama á að vera hjá mér lengur, þá get eg þér
2 hundruð hvort ár, og með þeim kaupmála var hann
1) Hér er bælt við neðanmáls i afskr. (eptir J. E.)
en ekki i frumritinu þessari klausu :
Þá gnúðu svo á harðindi, að á Boga voru þá óvörum
reknar 36 leiguær af eignarjörðum hans, sem hann var í
ráðaleysi með, því hjá honum var þá sá vani, að ærhans,
sem voru heima fyrir, urðu að bjargu sér sjálfar fyrir ut-
nn heyfóöur. Vani Iians var annars að ganga sér til
skemmtunar utanbæjar; þangað kom Björn einn dag (sem
þá ásamt öðruro, sem við prenlverkið voru, var scztur heim
í bæ til bókbands). Bogi spyr: Var ekki faðir þinn for-
standsmaður ? Björn var heldur á því. Hvað heldurðu
að hann hefði gert við ærnar, sem eg fékk núna? Hann
hefði annaðhvort skoriö af þeim höfuðið, hefði hann verið
lieylaus, en hafi bann mátt missa frá öðrum skepnum,
hefði hann reynt að draga i þeim lífið fram á [útjmánuð-
ina. — Eg má mista kýrfóður frá fjósinu, það er nokkur
hjálp, þegar hitt féð getur gengið (úti).