Blanda - 01.01.1918, Page 145
139
þá hjá honum önnur 2 ár. Árið 1788 ætlaði Sigurður
Steíánsaon prestur að Helgafelli og prót'astur í Snæ-
fellsnessýslu að sækja biskupsvígslu til Kaupmanna-
hafnar; þá voru liðin hin seinni tvö vistarár Björns hjá
Boga. Birni kom þá 1 hug að leita sór atvinnu og
frama til Kaupmannahafnar, og fékk þá ljúfan vilja
Boga til burtfarar, þegar hann vissi að ferðinni var
svo háttað. Réðist hann þá til ferðar m6Ö Sigurði
biskupsefni, sem ætíð var honum velviljaður1 2), með
þeim kostum að þóna honum í öllu þvf, sem hann
gæti á ferðinni og allt eins í því nauðsynlegasta í Kaup-
mannahöfn, [en hafa þar íýrir húsnæði hjá biskupi*), því
hann vildi þar hafa tómstundir til að skoða sig um,
hvort hann vildi ekki taka fyrir sig annaðhvort prent-
ara- eða bókbindarahandverkið. Jafnvel þó honum
byðist beztu kostir við hvort um sig, t. d. að vera
ekki nema 1 ár til að verða sveinn, þá gat ekki Sig-
urður biskup misst hann úr sinni þónustu, svo að allt
sem hann gat á unnið, var það, að hann gat í 2 mán-
uði gengið til bókbindarameistara einn tima á dag,
með þvi að borga fyrir það. Fleiri góðir kostir buð-
ust honum þar (í Kaupmannahöfn) t. d. hjá kaup-
manni Pétri Hylter [Hölterj að verða Pakhusforvalter
í Kaupmannahöfn, og ef hann vildi á hverju vori hafa
með honum far og fæði ókeypis til íslands og til
Kaupmannahafnar aptur á haustum, og á sumrin gera
hvort hann vildi, að skemmta sór hjá kunningjum sín-
um á íslandi eða aðstoða sig við verzlunina fyrir kaup,
1) Hér er bsett við neðanmáls í afskr., en ekki frum-
ritinu *.
Þegar Björn kom fyrst á Yestfirði var leidd spurn
um, hvernig þessi nýkomni prentari mundi vera, þá svar-
aði Sigurður biskup: „Gott tré af góðum sent“.
2) Fró [b. v. í afskr.