Blanda - 01.01.1918, Page 146
140
mega þar að auki flytja i kaupfarinu dálítið af því,
sem honum þætti sér henta, en hafa i vetrarkaup 100
rd. og húsnæði, þó þannig, að Björn væri honum ekki
heldur á vetrum háður, nema til umsjónar, þegar verzl-
unarviðskipti bæri að höndum. En af þeim kaupum
né öðrum gat ekki orðið, því hann lét þá eptir beiðni
Sigurðar biskups að fara með honum norður að Hól-
um. I Kaupmannahöfn hitti hann fyrir mann, sem
hann alltaf minnist, að hafi verið sér, þá ókunnugum, ná-
kvæmur og góður faðir, en það var amtmaður Stefán
Stephensen, sem þá var candidfatusj jurjisj og Volonteur
i Rentukammerinu og bjó saman við iöðurbróður sinn
fSigurð biskup') að sömu húsakynnum ogBjörn*) [enda
hélzt með þeim æ siðan hin inniiegasta vinátta1 2 3).
Eptir loforði sínu fór Björn til íslands með S(igurði)
biskupi, og norður að Hólum og var í 3 ár4) umboðs-
maður hans yfir stólsins5) umboðum. Á sumrum var
hann með biskupi, er hann fór i visitazíu, en haust
og vor hélt hann landastefnur í nálægustu umboðun-
um (á landastefnum á vorin voru teknar landskuldir,
en á haustin byggt út og inn landsetum á stólsjörðunum).
Eitt af þeim, heimaumboðið, var upp á 500 rd., en
fyrir þau umboðin, sera hann hafði, hafði hann ekki
áskilið sér meiri laun, en hinn fyrri húsbóndi hans
veitti honum, þ. e. 10 rd. (en venjuleg umboðslaun
voru 10 rd. af hundrað dölum hverjum), og þegar bisk-
1) Frd [ b. v. í afskr.
2) Hér er bætt við neðanmáls i afskr. :
Til marks um hugarldtsemi Stefáns amtmunns við
Björn um þessi atvik: en svo hefur afritarinn ekki til-
greint þau, og er eyða fyrir þessu í hdr.
3) Frá [ b. v. i afskr.
4) í>. e. 1789—1792. að hann tók við umsjón og
reikningum skólans, er hann sleppti að iri liðnu (1793).
5) Hér þrýtur frumritsblaðið, sem fyr var getið.