Blanda - 01.01.1918, Page 147
141
up var heiina, gekk hann að heyskap og annari al-
mennri vinnu. En til að létta á sér skólaumsjóninni
og umsýslun að fæða skólann að vökvun, og til þess
að ekki léki tvimæli á um skólareikningana (biskup-
inn var aðalstjórnandi directeur — en amtmaður
Steíán Þórarinsson meðstjórnandi — med-directeur —
skólans), þá fékk hann af Birni að takast á hendur
skóla „oeconomien11, og byggði bonum til þess fjórð-
ung heimajarðarinnar með venjulegum umboðslaunum
af heimaumboði, 50 ríkisdölum og eptir tilsk. 1791)—
sama árið — 40 rd. fyrir útbýting til skólans; en jafn-
vel þó houum, eptir sömu tilskipun, væri leyft að taka
af inntektum skólans svo mikið sem þurfti í kaup og
fæði fyrir 4 vinnuhjú, tók hann það þó ekki. Auk
þessa varð hann þá aðalumboðsmaður yfir öllum um-
boðum Hólastóls. En þegar hann vissi, að millireikn-
ingar biskups og sin um skólann voru ekki með öllu
samþykktir af meðstjórnandanum2 3 * * * *), hugsaði hann að sú
staða myndi ekki verða sér hentugur atvinnuvegur, og
brá sér um veturinn til hins gamla húsbónda síns,
sem bauð honum 80 rd. á ári, ef hann yrði ráðsmað-
ur hjá sér. Að þvi gekk hann og sagði upp umboð-
inu og skólaumsjóninni á Hólum, athenti reikninga
sína8), og flutti um vorið vestur í Hrappsey með
1) Þ. e. tilsk. 9. sept. 1791.
2) Hér bætt við neðanmáls i afskr.:
Stefán amtmaður sendi rentukammerinu' aðfinnslur
sinar við skólarrikningana með miklum umvöndunum, en
fékk móti von sinni ekki annað en þungar ávitur aptur,
og mun hunn seinna hafa látið á sér finna, að liann hafi
ekki gert Birni rétt til.
3) Aðfinnslur Stefáns amlmanns við reikninga Björns
eru í Bréfabók Sigurðar biskups 1793 (í Þjóðskjalasafni)
og eru allmargar og miklar, enda var amtmaður mjög
vandfýsinn i slikum efnum, og biskupi hinn erfiðasti í öllu,
sem þeir áttu saman að sœlda um stjórn skólans.