Blanda - 01.01.1918, Page 148
142
skuldalið sitt1). Af þvi að hann fann fyrir sér prent-
unartilföng við prentverkið, hugsaði hann, sem vanur
prentverki, að takast mætti að geía út bók og gaf út
Missiraskiptaoffrin2 3). Upplagið var 1000 og mun hon-
um hafa farnazt vel með það. Um leið og hanu fyrir
20 rd. fékk hjá stiptamtmanni leyfi til að prenta bók-
ina (forboð var á, að Hrappseyjarpreutverkið mætti
prenta néina andlega bók, og var það til að hlynna
að Hólaprentverkinu) sótti hanu einnig (um) leyfi til
að halda með Ragnheiði yngri, dóttur Boga, stofu-
brullaup, sem framfór í Hrappsey 7. nóvember 1793.
I þeirri ferð beiddi Stefán amtmaður Stephensen hann
að fara til föður síus Ólafs stiptamtmanns til að vera
fyrir búi hans á Innrahólmi og skipaútvegi á Akra-
nesi (því að sama ár varð Ólafur stiptaratmaður8) og
flutti til Viðeyjar, og sleppti þá, þegar hann hafði
von um að fá Björn, stúdenti Jóni Arngrímssyui4 *), sem
fáanlegur var með því skilyrði, að fá gott brauð í laun
að 2 árum liðuum). Þegar Björn var þess ófús, bauð
amtmaður honum, að ef honum geðjaðist ekki að, þeg-
ar hann væri búinn að vera 2 ár til reynslu, skyldi
hann standa af hálflendunni við hann af Hvanneyri,
sem amtmaður bjó á, og samdist það þá með þeim,
að Björn tækist þennan starfa á hendur fyrir stipt-
amtmann með þeim kostum, að hann hefði ókeypis hús
og viðurværi handa sér og konu sinni og uppeldi
1) Þ. e. vorið 1793.
2) Þ. e. Missiraskiptaoffur síra Jóns Guðmundssonar
í Reykjadal, pr. í Hrappsey 1794 (áður á Hólum 1779). Al-
þingisbókin 1794 var einnig prentuð í Hrappsey bað ár.
Magnús Moberg þá prentari.
3) Þetta er misminni afritarans, því að Ólafur varð
stiptamtmaður 1790.
4) Síðar prestur á Borg, varð úti 1798, mesti gáfu-
maður og valmenni.