Blanda - 01.01.1918, Side 149
143
handa 2 börnum og 30 rd. kaup á ári, en kona Björns
skyldi annast stjórn og umsjón alla innan húss, jafn-
vel þó þar væri ráðskona aí hendi stiptamtmanns.
Um þetta bil lágu prentverkin bæði, sem í land-
inu voru í dái, en það mun alltaf hafa búið i huga
Björns, að hafa prentverk með höndnm og einkum að
koma Hrappseyjarprentverkinu á fæturnar aptur, þegar
það var orðið aðgerðalaust1). Og þegar hann fór að
kynnast syðra, einkum Magnúsi lögmanni Stephensen,
sem þá var nágranni hans og bjó á Leirá, fókk hann til
þess upphvatning af honum, með því hann einuig værí
erfingi að nokkrum hluta þess. Varð það svo, að
Björn keypti af tengdaföður sínum prentverkið og setti
það niður í Leirárgörðum, en i félagi við hann voru
þessir menn: stiptamtmaður Ólafur Stefánsson, biskup
Hannes Finnsson, konferenzráð Stefán amtmaður £>ór-
arinsson, lögmennirnir: þeir bræður Magnús og Stefán
Ólafssynir og stiptprófastur Markús Magnússon, sem
allir lögðu að tiltölu styrk til kaupverðsins (50 rd.
hver), — þvf Björn treystist þá ekki til að ráðast
einn í kaupin og kostnað, sem af því leiddi — og
höfðu eins að tiltölu arðinn af prentverkinu, en um-
sjón prentverksins, að svo miklu leyti, sem aðaleig-
andi þess var fjarlægur, hafðiMagnús Stephensen fyrir
þóknun 30 rd. Prentverkið kostaði 400 rd., eins og
það var, þegar það kom úr Hrappsey, en Bogi hafði
keypt það fyrir 1200 rd. courant. Árið 1795 var það
sett niður í Leirárgörðum. Undir eins og búið var
að koma þessu íyrir, sótti Björn til konungs um leyfi
1) Hér er bætt við neðanmáls i afskr.:
Það mun mest hafa valdið deyfð prentverksins í Hrapp-
sey. að þvi var, eins og áður er getið, bannað að prenta nokkra
húslestrar- eða guðræknisbók, en þó boðið að gjulda ár-
^ega 100 rd. til Skálholtsstiptis. Þá kvöð fékk Björn af-
fekna, þegar liann var i Kaupmannahöfn.