Blanda - 01.01.1918, Page 150
144
að prenta Barnalærdómsbókina, og það fókkst og um
leið afmáð það hapt, sem áður lá á prentverkinu, að
mega ekki prenta guðræknisbækur. Um sama bil
stofnaðist Landsuppfræðingarfélagið, og voru hinir
fyrstu meðlimir þess 6 hinir fyrnef'ndu menn ásamt
honum. Þó óx fljótt tala þeirra, allt að 1000, svo að
tillög þeirra, 1 rd. hvers, hjálpaði talsvert til eflingar
prentverkinu. Haustið 1798, sama dag og Björn leysti
til sín prentverkið frá sameigendum sínum, lét hann
það af hendi í landsins þarfir.
Þegar Björn var búinn að vera 8 ár á Innra-
hólmi1 2), gipti stiptamtmaður dóttur sína Bagnheiði
cancelliráði Jónasi Scheving, og þau þurftu bújörð;
stóð þá Magnús Stephensen upp frá þeim af Leirá;
þá má vera, að Björn hafi verið orðinn þreyttur og
þáði því það gamla boð Stefáns amtmanns, að setja
bú á hálfri Hvanneyri, á móti Stefáni amtmanni, jafn-
vel þótt Ólafur stiptamtmaður byði honum þáhiklaust
100 rd. með sömn kjörum öðrum og að uudanförnu").
1) Björn kom uð Innrahólmi vorið 1794 og befur
búið þar nlls 9 ár (en ekki 8) eða til vorsins 1803, að
hann flutti þaðan að Hvanneyri, en Magnús Stephensen
þá að Innrahólmi, þvi að Jónas Scheving fór að búa á
Leirá 1803, og var þar eitt ár, áður en liann kvæntist
(1804). Það er því misminni hjá höf. hér, að Björn hafi
ekki flutt að Hvanneyri fyr en Jónas sýslumnður kvæntist,
og af því stafar, að hann telur flutning hans til Hrupps-
eyjar 1805 (í stað 1804) eptir ein* árs veru á Hvanneyri,
sem var furdagaárið 1803—1804 (en ekki 1804—1805).
2) Hér er bætt við neðanmáls i afskr.:
Þegar þeir kvöddust Ólafur stiptamtmaður og Björn,
sagði stiptamtmaður: Það var hvorltveggja, að þér fóruð
frá mér, enda máttuð þér ekki flytja yður skemmra hurt
en þingmannaleið, svo að mér væri ómögulegt til yðar að
leitn, hvað sem mér lægi á um bátagreyin mín.