Blanda - 01.01.1918, Side 152
146
J>essi vanheilsa. Virðist brjálsemi þegsi hafa verið að
einhverju leyti ættgeng, því að Arnbjörg bróðurdóttir
hans, kona sira Vigfúsar Reykdal, var vitskert, eins og
áður er getið, og var hún um tíma hjá föðurbróður sín-
um i Hrappsey, en festi þar ekki yndi. 1824 sleppti
Björn hálfri Hrappsey til ábúðar við Þorvald Sigurðs-
son Sívertsen, er kvæntur var Bagnhildi Skúladóttir
(frá Skarði) systurdóttur konu Björns, og bjuggu þeir
Björn í sambýli þar á eynni 10 ár (1824-1834) að með-
töldu fardagaárinu 1826-1827, er þau hjón Björn og
Ragnheiður voru austur í Odda hjá síra Helga G.
Thordersen og Ragnheiði fósturdóttur þeirra, en létu
bú sitt standa vestra. Sennilega hafa þau þá ætlað
sér að ilengjast þar eystra, ef þau kynnu þar vel við
sig, en hafa ekki fest þar yndi, og fóru þvi vestur
aptur að ári liðnu (1827). 1824 hafði hið konunglega
danska landbúnaðarfélag sæmt Björn hinum stærsta
verðlaunabikar sínum úr silfri fyrir framúrskarandi
dugnað i jarðrækt, og voru slíkir bikarar taldiröOrd.
virði, eptir þágildaudi peningaverði, en 1. ágúst 1829
sæmdi konungur Björn heiðursmerki dannebrogsmanna,
og þótti sá sæmdarvottur mikilsvirði og fágætur á
þeim tímum fyrir almúgamann, enda þa torfengnari en
síðar varð. Er sennilegt, að Bjarni JÞorsteinsBOu amt-
maður, er þekkti Björn vel, og hefur haft mætur á
manninum og dugnaði hans, hafi útvegað honnm þetta
heiðursmerki. Hinn 23. nóv. 1831 andaðist Ragnheið-
ur kona Björns, tæplega sextug að aldri. Höfðu þau
átt börn nokkur, að minnsta kosti tvo syni, Brynjólf og
Boga, er dóu hálfsmánaðargamlir á Innrahólmi, 25. sept..
1795 og 27. jan. 1797, og arfleiddi Björn þvf þau hjón
sira Helga Thordersen og Ragnheiði fóaturdótturj sína
að mestöllu féj sfnu, er mun hafa verið allmikið^
Eptir lát konu sinnar bjó Björn á hálfri Hrappsey til
1834, og hélt þá ráðskonu Ragnheiði dóttur Stefáns