Blanda - 01.01.1918, Page 153
147
prests Benediktssonar í Hjarðarholti, systurdóttur Bagn-
heiðar, er Björn hafði átt. Hafði hún komið til þeirra
hjÓDa 1825, 18 vetra gömul, og verið með þeim aust-
ur í Odda 1826—1827. Hún átti síðar Björn Magn-
ússon gullsmið í Gvendareyjum. 1834 sleppti Björn
loks algerlega búskap í Hrappsey, að tilhlutan síra
Helga Thordersen, enda hafði hann þá venju fremur
þjáðst lengi af sjúkleika sínum. Bór hann þá s. á.
(1834) alfarinn úr Hrappsey austur að Odda til þeirra
hjóna, og var þar 2 ár, en hvort hann flutti með þeim
til Reykjavíkur 1836, eða fór þá frá þeim, ermérekki
knnnugt. En 1840 flutti hann vestur í Vigur í Isa-
fjarðardjúpi til merkishjÓDanna Kristjáns dbrm. Guð-
mundssonar og Önnu Ebenesersdóttur (sýslumanns f
Hjarðardal Þorsteinssonar). Hafði Ebeneser sýslumað-
or verið í skóla á Hólum, þá er Björn var ráðsmaður
þar, og hafði Anna dóttir hans alizt að nokkru leyti
opp hjá Birni i Hrappsey, og naut hann nú hjá þeiru
fljónum stakrar aðhlynningar og elskusemi hin síðustu
12 ár æfi sinnar. Var hann hálfáttræður að aldri, er
hann kom i Vigur og mjög þrotinn að heilsu. Eékk
hann um þær mundir 80 rd. ellistyrk á ári, er Bjarni
amtrn. Þorsteinsson útvegaði honura úr dönskum styrkt-
arsjóði, og naut Björn þess styrks meðan hann lifði.
Hann andaðist í Vigur 27. maí 1852, fullra 87 ára
gamall, og þótti hinn merkilegasti maður verið hafa
1 leikmannastétt fyrir margra hluta sakir, og hinn
fflesti sæmdarmaður í hvívetna. í grafskript, er sira
Arnór prófastur Jónsson í Vatnsfirði gerði eptir hanD,
segir þar í upphafi um Björn: „Hann var einhver
vorra tíma sterkasti maður að afli líkamans. Afburðir
8álar hans voru ekki minni“ o. s. frv. Grafskript þessi
er prentuð í 1. árg. Norðra 14. tölubl. (31. júlí 1853)
aptan við minningargrein um hann, er systursonur hans,
Hagnús Gíslason, settur sýslumaður, hefur ritað, en
10*