Blanda - 01.01.1918, Síða 173
167
meira lagi ódæll í uppvexti, hann hafi átt að hafa
reynt til að vekja upp föður sinn, og hann hafi ætl-
að að kveikja í Hólaskóla tvisvar eða þrisvar sinn-
um m. m., en ekki er getið neitt um þetta í prófun-
um. Sýslumennirnir í Eyjafjarðarsýslu og Þingeyjar-
sýslu votta, að þeir hafi ekki heyrt neitt misjafnt
ttm hann, er hann dvaldi í sýslum þeirra, og sjálfur
Jón Espólin vottar í embættisnafui hið sama, að und-
anteknum þjófnaði Gríms. Þótt Árbækurnar séu að
mörgu leyti merkilegt rit, þá er þó ekki altaf hægt
að reiða sig á þær, þær eru fullar af ýmsum sögum,
er Espólín fókk, opt munnlega, og færði síðan i letur
umsvifalaust.
Árið 1792 var hann settur f Hólaskóla, og hefir
faðir hans vafalaust búið hann undir skóla, en annað-
hvort hefir sá undirbúningur verið lélegur, eða Grím-
ur gáfulítill, eða líklegast hvorttveggja, þvi neðstur
settist hann í neðri bekk. Stendur svo um hann í
skólaröðum frá þeim tíma: „Grimus Olavi, frater Jo-
fiannis (Jóhannes bróðirj hans var þá 6. i efra bekk)
uovus et vitlaus". Veturinn 1793—94 er hann enn
ueðstur í neðri bekk. Þriðja veturinn 1794—95 er
ha.nn enn i skóla, og er nú fimti að neðan, en næstur
^onum að neðan er Hallgrímur Þorsteinsson, faðir
Jónasar skálds. Enn er hann f skóla næsta vetur
1795—96, og er enn fimti að neðan f neðri bekk.
Hefir hann því alls verið 4 vetur í Hólaskóla, en frara-
farirnar hafa verið nauðalitlar. Vorið 1796 var sltóla-
vist hans að sjálfsögðu lokið, þvf þá framdi hanninn-
^r°t á Gröf á Höfðaströnd, nóttina milli þess 20. og
“f- aprfl, og stal þaðan 44 rdl. courant. í Gröf bjó
þá Jón Konráðsson, er síðar varð prestur á Mælifelli.
í’egar eptir þennan þjófnað framinn, ranglaði Grímur
vestur á land, og létst vera þar í erindum ýmissra
uorðanlands höfðingja, en þá komu bróf frá sýslumanni