Blanda - 01.01.1918, Side 174
168
Skagfirðinga um að taka hann, því að þjófnaðurinn
komst brátt upp. Grímur gerði sér þá hægt nm vik,
og brá sér til Suðurlands og þar var hann loks tek-
inn að undirlagi stiptamtmanns Ólafs Stephánssonar
vorið 1797, og sendur norður; sýnir það, hve lélegar
póstgöngur og samgöngur voru um landið í þá tíð.
Þegar norður kom, tók Jónas Scheving sýslumaður við
honum, hélt prófnefnu yfir honum 30. júni 1797 og
kvað samdægurs upp dóm yfir Grími. í prófum þess-
um, sem reyndar eru nauða ómerkileg og ófullkomin,
sókn og vörn] sama sem engin, er ekki með einu
orði getið um, að Grímur hafi framið stuld á Stóru-
brekku á Höfðaströnd, sem Espólín getur um á til-
vitnuðum stað, og átti hann þó að hafa framkvæmt
hann daginn áður, en hann gerði innbrotið í Gröf.
Verður því að ætla, að þessi áburður á Grím um stuld
á Stórubrekku sé alveg ástæðulaus.
Sem orsök til glæpsins bar hann fram: „Mfn eigin
nauð, sem þar i var inniialin, að eg bæði föður- og
móðurlaus var án ölmusu í skólanum, en min eigin
auðæfi voru ei svo stór, að eg af þeim gæti uppihald-
ið mór þar þennan vetur skuldlaust, og náungastyrks
var ei að vænta“. Hann kvaðst þá vera 17 ára, en
var þó vel tvitugur, og var ekkert frekar grenslast
um aldur hans. Verjandi hans í héraði, Vilhjálmur
Vilhjálmsson, færði honum einasta til málsbóta æsku
hans, fátækt og „undanfarið skikkanlegt líferni11. —
Bendir það ekki á, að Grimur hafi ætlað að kveikja
i skólanum eða vekja upp föðar sinn, þvi hvorttveggja
þetta mátti vera mönnum i Skagafirði, svo að segja á
næstu grösum, fullkunnugt. Af þessum ástæðum fekk
hann væga hegningu, 8 mánaða erfiði í þvi islenzka
tugthúsi, og samþykti Ólafur stiptamtmaður þennan
dóm.
Þótt dómur væri þannig upp kveðinn yfir Grimi