Blanda - 01.01.1918, Page 175
1C9
í júnilok, þá var hann þó ekki sendur suður til að
úttaka refsinguna íyr en nokkru eptir nýjár 1798. En
í stað þess að setja hann í tugthúsið, eins og sjálfsagt
virtist, þá kom stiptamtmaður Grími strax í skiprúm
fram á Seltjarnarnesi, og um vorið var hann i vinnu
hjá Agli Sandholt og kaupmanni Böye, og lá á næt-
urnar hér og hvar, en aldrei var hann eina nótt i tugt-
húsinu. Vinnulaun hans voru ýmist færð tugthúsinu
til tekna, eða þá Ólafi stiptamtmanni, en aldrei sjálf-
um honum, og verður þvi að telja, að hann hafi verið
ófrjáls maður að nokkru leyti. Ofurlítið fekk hann þó
að taka út af kaupi sínu. Fyrir Böye vann hann alls
36 daga sumarið 1798 og hafði kaup á dag 2 mörk
(67 aura) eða alls 12 rdl. Úttekt hans var þessi:
mjúkt brauð á 17 sk., */» pottur mjaðar 12 sk., hár-
kambur 6 sk., einn peli af polak 6 sk., ‘/a pd. af
sveskjum 8 sk., eitt glas 16 sk., bor 8 sk., pipuhaus
með röri 36 sk., einn pottur mjaðar 24 sk., ein spil
12 sk. og ein flaska af sírópi 24 sk.; úttekt alls 1 rdl.
^3 sk., en afgangurinn var skrifaður i reikning stipt-
amtmanns með 10 rdl. 23 sk. Þetta var síðar einn af
þeim ákærupóstum, sem sliptamtmanni var gefinn að
8ök, er honum var vikið frá embætti og embættisfærsla
kans rannsökuð. Þetta atriði var líka dregið fram af
úkseranda í sakamálinu gegn Grimi, er siðar verður
^ýat og fann héraðsdómarinn því ástæðu til að beiðast
skýrslu stiptamtmannsins um það. Vegna þess að sú
8kýrsla varpar mjög einkennilegu ljósi yfir meðferð
8akamanna í tugthúsinu þá, skal hér tilfært aðalágrip
kennar í íslenzkri þýðingu.
nTil svars upp á fyrirspurn yðar herra bæjarfó-
80ti 21. þ. m. (marz 1804) skal eg hér með skýra yð-
Ur frá, að sakamaðurinn Grímur Ólafsson kom hingað
3- marz 1798 eptir ráðstöfun sýslumannsins i Skaga-
Ijarðarsýslu, Jónasar Schevings, og eptir að eg hafði