Blanda - 01.01.1918, Page 178
172
fyrst, en meðan hún tæki út sína 4 ára hegningu,
dæmdi hann manninn til þess að þjóna sér kauplaust
og fara síðan í tugthúsið. JÞetta dómsákvæði var þó
felt úr gildi.
Ekki hafði Grimur verið lengi í tugthúsins á
þennan hátt, fyr en hann fór að hugsa um uppreisn,
þvi þann 5. maí 1798 sendi hann mjög auðmjúka
beiðni til konungs um uppgjöf á hegningu, og jafn-
framt um skólavist. Telur hann sig verið hafa á 16. (!)
ári, er hann drýgði þjófnaðinn. Kveðst hann hafa
óútmálanlega löngun til lærdómsiðkana, og það hafi
knúð sig til' að stela, svo hann gæti haldið skólaveru
sinni áfram. Kveðst hann vona, að hann geti orðið
nýtur maður í þjóðfélaginu, því hann hafi ásett sér að
verja öllum kröptum sinnm til að ná þvi markmiði
og þúsund sinnum hafi hann iðrast eptir, og grátið
yfir sínum drýgða glæp. Geir biskup Yídalín mælir
með þessu, af því Grímur, samkvæmt héraðsdóminum,
hefði áður reynst skikkanlegur, og fengi nú góða
vitnisburði hjá tugthúsforstjórum.j Ogísannleika hafði
hann þá, frá ökonomus Guðmundi Þórðaisyni, (föður
Helga biskups), og tugtmeistara Vigfúsi Péturssyni, þó
hann, að því er ráða má, hafi varlanokkurn dag í tugt-
húsið komið. Stiptamtmaður áréttaði altsaman með ein-
dregnum meðmælum, svo að Grímur fékk með kon-
ungsúrskurði 17. ágúst 1798 uppreisn og inntöku í
Reykjavikurskóla með hálfri ölmusu. Kom hann þvi
i skóla i Reykjavik, haustið 1798, og settist þriðji að
neðan i neðri bekk; var hann svo í skóla til vors 1800
Var hann talinn til heimilis i Viðey. Fyrri veturinn
sinn i Reykjavikurskóla var hann i kosti hjá Jens
Jenssyni Gad og konu hans Önnu Sigurðardóttur,1)
1) Anna var ættuð norðan úr Eyjafirði og skyldmenni
Gríms.