Blanda - 01.01.1918, Side 179
4
'1%
sðm bjuggu í Göthúsum, var það eptir bón stiptamt-
manns, Ólafs.
Vorið 1800 óskaði Grímur að yfirgefa skólann,
vegna staks framfaraleysls, og samþyktu stiptsyfir-
völdin það þann 17. maí s. á. með svoíeldum ummæl-
um: „Það er ekkert því til fyrirstöðu, að Grímur Ól-
afsson lærisveinn í Reykjavíkurskóla megi yfirgefa
skólann, með þvi hann hefir hvorki löngun nó gáfur
til að halda áfram námi“. Hans brennandi áhugi og
löngun til bóknáms, sem hann hafði tveimur árum áð-
ur, er því nú algjörlega horfinn.
Grími hugkvæmdist nú að gefa sig við verzlun,
og keypti hann borgarabréf 9. septbr, 1800, og s. á.
23. desbr. kvæntist hann Þórunni Vigfúsdóttur, og er
hann þá talinn 24. ára (réttara 25.). Þórunn var
óskilgetin, og fædd á Arnarhóli 21. jan. 1781. Móðir
hennar var Jarþrúður Hjörleifsdóttir, ættuð austan úr
Múlasýslu, úr Hjaltastaðasókn. Faðir var tilnefndur
apothekaradrengur Vigfús Bergsson, þáverandi í Kaup-
mannahöfn. Þórunn var í fyrstu alin upp á vegum
þáverandi tugthús ökonomi Guðmundar Vigfússonar,
en síðar hjá móður sinni. Árið 1797 var hún þjón-
ustustúlka í Viðey; en veik svo til móður sinnar og
stjúpa, þangað til hún giftist.
Aðra laundóttur, Þrúði að nafni, fædda 1786 átti
Jarþrúður. Þrúður var fædd í Bæ í Borgarfirði, og
var f'aðir hennar Dagur bóndi Sæmundsson á Hofsstöð-
ura í Stalholtstungum; hjá honum ólst hún upp þang-
að til 1800, þá fór hún suður til Reykjavíkur til móð-
ur sinnar, og giftist 15 ára gömul, dönskum beyki í
Reykjavík, Peder Nielsen Goitske. Var það altalað,
að hann hefði ekki átt sjö dagana sæla hjá Þrúði.
Hann dó 26. maí 1803, að sögn móður hennar, at
óþrifnaði og umhirðuleysi. Það virðist svo, sem Þrúð-
ur hafi ekki lengi syrgt mann sinn, því þá um vorið