Blanda - 01.01.1918, Page 180
hafði hún tvisvar samræði við lieutenant Aanum, sem
þá var hér f landi við mælingar, í tjaldi hans á Aust-
urvelli, og varð þunguð af hans völdum, og hafði geng-
ið raeð í tvo mánuði, er sakamálin hófust um miðjan
ágúst, og var hún næst Grimi aðalpersóuan í glæp-
unum.
Jarþrúður móðir þeirra systra virðist hafa verið-
mikill svarri; hún gekk þann 6. des. 1798 að eiga
Pál Björnsson Breckmann i Reykjavík. Hann var
sonur Björns eða Bjarna „koparhaus" Jónssonar úr
Saurbænum, og IÞrúðar Ólafsdóttur prests til Miðdala-
þinga Eiríkssonar. Páll var borgari í Reykjavík og
vel efnaður. Heim hjónum kom vel saman, því þau
vorn bæði drykkfeld, og samhent cð öðru leyti; en
miður gott samkomulag var milli þeirra annarsvegar,
og dætranna og Gríms kinsvegar. Þannig hafði Þór-
unn sagt einu sinni, eptir framburði eins vitnis, að
slæmur væri karldjöfullinn, en verri væri helvitis móð-
irin. Þó bjó þetta fólk alt saman f húsi Breckmanns,
sem var í Hafnarstræti, nálega þar sem hús Gunnars
Gunnarssonar er nú, eða rétt fyrir vestan það.
Hús þetta eignaðist síðar Sfmon kaupmaður Han-
sen og veizlaði lengi i því. Síðan eignaðist tengda-
sonur hans, Hannes kaupmaður Johnsen húsið, og ept-
ir hann Símon Johnsen sonur hans, var það þá notað
sem salt- og geymsluhús, það var mjög lítið og afar
lágt til loftsins. Húsið stóð fram yfir 1880.
Grímur hafði litla verzlun; hann var aðallega
kjötsali og ferðaðist sjálfur [upp i Borgarfjörð, aust-
ur í sýslur og jafnvel norður í land, til að kaupa sauð-
fé og nautgripi til slátrunar. Er það mál margra
vitna, að hann hefði getað haft góða afkomu af kjöt-
verzlun síudí, ef drykkjuskapur hans, kvennafar og
annað háttalag, hefðu eigi teymt hann út i kröggur
og skuldabasl. Hanp sat oft við púnsdrykkju á kvöld-