Blanda - 01.01.1918, Síða 181
M
in, og voru hans aðalgestir þá,' handverksmaður
Richdal og þjónar lieutenantanna. Richdal var skó-
makari upphafiega, en lagði gjörva hönd á svo að segja
alla skapaði hluti; hann var norskur að ætt, og kom
hingað inn með amtmanni Wihe árið 1800. Venjulega
voru citrónur hafðar i púnsið, en þegar þær fengust
ekki, var skeiðvatn látið í það, eftir ráðum Richdals,
og er svo að sjá, að þeim félögura hafi þótt það jafn-
vel betra, en citrónupúns. Richdal ilendist hér og á
hér merka afkomendur. Hann komst auðvitað lika í
málið vegna kunningskapar við Grim, en var alveg
sýknaður. Þá gleymdi Grímur heldur ekki sínum
görnlu skólabræðrum, hann gaf þeim oft í staupinu og
hafði þá við púnsdrykkju hjá sér á kvöldin, og eru
meðalannara tilnefndir, Þorsteinn frá Hálsi (Guðmunds-
son, stúdent i Laxanesi í Kjós) og Jón frá Leirá (Jóns-
son, síðar prestur á Prestbakka).
Sumarið 1802 sigldu þau hjón, Páll og Jarþrúð-
ur til Kaupraannahafnar, og dvöldu þar vetrarlangt.
Ekki treystu þau Grimi tengdasyni sínum fyrir, að
varðveita eigur sínar, heldur fluttu þau þær út í svo-
kallaða „hyttu“, eða litla norska hús, og sumt upp á
loft i svonefndu „græna“-húsi, og forsigluðu það, en
hyttunni aflæsti Páll og fól Vigfúsi mági sínum Hjör-
leifssyni umsjón með húsunum. Þau hjón komu aft-
ur til landsins i Hafnarfjörð 10. júli 1803, og sótti
Grímur þau þangað. En er þau komu til Reykjavik-
uri þótti þeim aðkoman heldur köld. Innsiglið fyrir
loftinu var brotið, og jiniklu af allskonar verð-
uiætu lausafó stolið þaðan. Hyttan var uppbrotin
°g þaðan horfið allt það, sem haft varð til eldsneytis.
Grimur kannaðist strax við, að hann hefði hirt trjá-
viðarrusl úr hyttunni, og notað i eldiviðarneyð um
Veturinn áður, en hún hefði verið uppbrotin, þegar
hann hefði byrjað að taka þaðan eldiviðinn, en um