Blanda - 01.01.1918, Side 182
176
innbrotið i loftið, og stuldinn þaðan, kvaðst hann ekk-
ert vita. Ekki kærðu þau Páll þjófnaðiun, heldur
settust að í húsinu hjá þeim Grími, en sambúðin var
þó vist ærið erfið, þangað til hún braust út fyrir al-
vöru 3 vikum og 4 dögum eptir heimkomu þeirra,
eins og Páll ber i prófunum, eða 4. ágúst1) eins og
bráðlega skal írá skýrt.
Þá am sumarið var efnahagur Gríms orðinn svo
bágur, að hann skorti alt nema brennivin, sem hann
virðist altaf hafa getað aflað sér. Föthansog konu hans
voru pantsett. Hjá Jóni Gíslasyni borgara, sem virð-
ist hafa verið okurkarl af lakasta tagi, stóðu einar
buxur og tvær bækur (önnur sálmabók), 1 stykki af
bláu klæði 81/;, til 9 al. stórt. Hjá Páli Breckmann
ein silfurskeið; eitt signet hjá fyrnefndura Jóni. Föt
konu hans: einn kjóll, 1 forklæði og fat, hjá Sæmundi
i Þingholti; pantsett alt fyrir einn ríkisdal. Gular
buxur hjá Grimi Laxdal; stígvél, vesti og hattur kon-
unnar hjá Fjeldsted. Bláa klæðið var tekið upp á krít
hjá kaupmanni Rödgaard. Vesti með klút utanum
stóð hjá Tofte, og treyju hafði hann nýlega selt skóla-
piltinum Daða (Jónssyni, siðar presti að Söndum i
Dýrafirði), og kjól sinn norðlenskum manni. Hann brá
sór því upp i Borgarfjörð i öndverðum ágúst 1803, að-
allega til að reyna að útvega sór peningalán, og var
ferðinni helst heitið til Sigurðar bónda á Álptanesi á
Mýrum, sem var rikismaður. Á meðan gerðust þeir
atburðir, sem voru þess valdandi, að glæpir hans kom-
ust upp, og var hann sjálfur upphaflega kærandi, og
frumkvöðull að þvi, að rannsókn var hafln. Sannaðist
þvi hjer áþreifanlega hið gamla orðtæki: „Sór grefur
gröf, þó grafi“.
1) Þetta er þó rangt, því áverkinn við systurnar fór
fram 10. ógúst.