Blanda - 01.01.1918, Page 183
177
Árið 1803 varð mikil breyting 4 lögreglustjórn i
Reykjavik, því að með konunglegum úrskurði 15. apríl
s. á. var bærinn gerður að sérstakri dómsþinghá, og
skipaður sérstakur bæjarfógeti, að nafni Rasmus Fry-
densberg. Kom hann út um sumarið með tveimur
lögregluþjónum, Ole Björn og Vilhelm Nolte, og var
þetta flókna mál lians fyrsta dómara verk. Málið er,
einkurn eptir að skriður fór að koma á það, að mestu
fært og bókað á íslenzku, og er það auðvitað ekki
Frydensbergs verk, heldnr hefur Finnur Magnússon
gjört það. Hann var skriíari eða fulltrúi Frydensbergs
mörg ár, og síðar tengdasonur hans. En í íyrstu er
niargt bókað á dönsku, þó vitnin séu alíslenzk; er þetta
að vísu ekki óeðlilegt, þvi dómarinn kunni ekki eitt
orð i islenzku, en hins vegar mátti Reykjavík þá heita
nær al-danskur bær. Vér látum nú fyrst bækurnar
tala, og er allt iunan gæsalappa tekið orðrétt eptir
lögreglubókinni sjálfri.
Anno 1803, þann 16. ágúst var settur réttur í borg-
ara Gríms Ólafssonar húsi, „í tilliti til ryktis, sem hér
hefur gengið, að Gríms Ólafssonar kona og systir
hennar hafi með ofríki verið meðhöndlaðar af þeirra
stjúpföður Páli Björnssyni Breckmann, og hans konu,
nióður þeirra systra. Fram var lögð skoðunargjörð á
Þórunni konu Grims af fyrverandi iærisveini Land-
pbysici, Jóns Sveinssonar, studioso Oddi Hjaltalin og
bóndanum Torfa Jóhannssyni1)11. Um þessa skoðunar-
1) Torfi var hafnsögumaður og bjó í Ánanauslum. Hann
Vflr sonur Jóhanns bónda Jóliannssonar i Arnarhólskoti
°S viðar, og konu hans Guðrúnar Engilherisdóttur frá
Laugarnesi. Kona Torfa var Málfriður Þórðardóttir frá
Skildinganesi. Áttu þau eina dótiur, Margréti, er giptist
Guðlaugi bónda ólafssyni á Hurðurbaki í Kjós. Áttu þau
*Jölda barna. Eitt þeirra vnr Björn á Bakkn í Reykjarik
Blanda I. 12