Blanda - 01.01.1918, Síða 186
180
skeði inn í því húsi, hvar þau nú eru, á dögunum,
daginn áður en maðurinn minn kom úr ferð ofan úr
Borgaríirði, að mig minnir. 2. Hver var orsök til
þessarar misþyrmingar? Sv.: Um morguninn var stjúp-
faðir minn inn i hyttu hjá húsi hans, og móðir mín
þá heima; eg bauð heuni tvisvar frúkost, íslenzka köku
og saltað smjör; eg hafði ei annað fyrir hendi, en
hún vildi ekki þiggja, en honum bauð eg ekkert, því
hann kom ekki lieirn. Óshildur1) segir mér fyrst, að
hún hafi sagt við sig, hvort ekki væri farið að láta
upp miðdegismatinn enn, og sagðist stúlkan ekki geta
það, fyr en hún væri búin að elda (nfl. móðir min),
því hún væri að hita þvottavatn. Svo kem eg fram
og spyr Óshildi, hvort hún ekki enn þá sé farin að
setja upp súpuna eða miðdegismatinn, en hún segir
eins og fyr við hana.. . Eg vissi ekki af þessu meir, en
gekk inn í stofu, hvar Þrúður lá veik. 3. Hvernig
misþyrmdi hann yður? Sv.: Um eptirmiðdaginn kl. 3
—4 kom hann heim, og hún var þá heima, og fóru að
borða miðdagsmatinn, þá varð hann fyrst illur við
mig .... þar eptir fór eg til Madame Haldorsen2) til
að umflýja ófrið heima, og kom aptur seint nokkuð
um kveldið, þá voru þau bæði í hyttunni. Eg spyr
stúlkuna, því hún hafi ekki sett upp pottinn, eins og
1) Óshildur þessi var vinnukona Gríms og var Páls-
dótlir, hún var hálfsystir (nð móðurinni) Guðmundar for-
standara Jónssonar i Reykjavík. Sigriður dóLtir Guðmund-
ar var koua Sigurðar vefara Þórðarsonar, sem margt fólk
i Reykjavik er af komið.
2) Madame Haldorsen var Ingibjörg Sigurðard. timbur-
manns Magnússonar i Nýjabæ, kona Gunnlaugs stúdenls
Halldórssonar frá Vatnsdul (ý í Ribe 1815). Launsonur
Gunnlaugs með Þorkötlu Jónsdóltir, móður Egils bókbind-
ara, var Friðrik snikkari faðir Sigurðar steinsmiðs og Sig-
urlaugar konu Lúðvígs Alexiussonar.