Blanda - 01.01.1918, Page 187
181
eg hefði sagt henni. Hún svarar, að móðir mín hefði
sagt, hún vildi enga soðningu hafa í kveld. Skömmu
þar eptir kemur móðir mín heim, en eg var gengin
inn i stofu, þangað sem Þrúður lá veik. Hún var
hrædd fyrir móðar sinni (sic), og beiddi mig að taka
úr lykilinn, þá við heyrðum til móður minnar í kokk-
húsinu, hvað eg ogsvo gjörði. Nú kemur hún fyrst
og ber uppá, en eg lokaði ekki upp; þá fer hún og
ætlar að sækja brenniöxina, og segist skuli brjóta upp
dyrnar. Hún var hálfdrukkin, og eg óttaðist fyrir,
hún mundi gjöra það, lauk eg því upp. Hún spurði
þá, hvort þau engan aptansmat ættu að hafa i kveld?
Eg svaraði, stúlkan hefði sagt, hún vildi enga soðn-
ingu hafa. Hún sagði það væri satt, því fiskurinn
væri rotinn og fúinn, og engum manni ætur. Svo
bauð eg henni köku og smjör, en hún tók ekki eptir
því fyrir reiði, eður vildi það ekki, svo tekur hún til
að skarama mig út, og ætlar að fara að berja mig,
þá kom Páll Breckmann inn og Óshildur á eptir. Þá
hörðu þau mig nokkuð bæði, hingað og þangað. Þá
fleygði hann mér niður, og fór að berja mig með fót-
unum, mest ofan við brjóstið, á siðunum og alstaðar
þar i grend. Þá rak hún stúlkuna út, og sagði hún
skyldi fara til vítis. Svo fletti hann öllum fötunum
upp um mig, og fram íyrir höfuð, og dró mig svo á
fótunum um gólfið, sparkaði svo með fótunum á alt
lífið á mér og um bringspalirnar og hrygginn. Meðan
kann sparkaði mest um lífið á mér, óttaðist eg fyrir
það yrði mér til stórkostlegs skaða, og beiddi hann
að gjöra það ekki, en hún svaraði til, og sagðist vita
eg væri ólétt, altsvo gilti það einn, að það tyrirfærist
uður þeirrar meiningar, eins og þau tvö börn, sem eg
kefði drepíð sjálf áður. Svo var hann að berja mig,
þangað til hann beiddi hana að leita að hníí á borð-
iuu, og sagðist ætla að skera á mér lífið, en hún fann